Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 98
88
VÖLUSPÁ
annað efni í kvæðinn. Nýjasta skýringin (Björn M. Ólsen í
Arkiv XXX, 136 o. áfr.) hefur ekki einu sinni þann kost.
Aðalatriði hennar eru þessi: Mímir er dauður (ráðið af 7—8.
vo.), en synir hans hafa tekið við vörzlu asksins. Nú kviknar
i askinuni (mjötuðr =: mjötviðr). Míms synir fara þá að
leika sér að horninu, sem er geymt undir trénu, en kunna
ekki að blása í það. En Heimdallur heyrir til þeirra og
ílýtir sér á vettvang, og um leið kemur Óðinn að leita frétta
hjá höfði Mímis. — Hið eina, sem eðlilegra er í þessari
skýringu, er að leika horni er tekið saman.
Öðrum hefur víst lika dotlið það í hug (eins og skýringin á
mjötuðr kyndisk er gömul, sjá Bugge 390), en þeir hafa
metið meir efnið en orðalagið. Hugmyndin um Míms syni,
sem banga á hornið, en kunna ekki að þeyta það, er
ákaflega vandræðaleg. Og skýringin á 2. vo. er alveg vafa-
laust röng. Pað er heimildarlaust að skýra mjötuðr (sem er
kunnugt og fullskilið orð) = mjötviðr. Og kyndask er altaf
um eldinn, aldrei um hlutinn, sem kveikt er í. Loks verður
að taka lillit til þess, að skýringin i heild sinni kemur i
bága við 27. v. (eins og hún er skýrð að framan) og næstu
vísu, sem l}Tsir askinum skjálfandi, en alls ekki brennandi.
galla = hvella. H hefur gamla. Ilvorttveggja er gott, en
galla (smbr. Þrymgöll, nafn á ldukku) á betur við um
hornið (sjá Bugge 391; Studier I, 494; Wadstein í Arkiv XV,
161; Niedner, Ragnarök 241).
Míms höfuð. Snorri segir frá því í Ynglinga sögu, að Vanir
hálshjuggu Mimi og sendu Ásum höfuðið; en Óðinn tók
höfuðið og varðveitti og magnaði, svo að það sagði honum
leynda hluti. Svo segir og (í torskildu sambandi) í Sigur-
drifumálum, 14. v.:
Pá mælti Míms höfuð
fróðligt it fjTrsta orð
ok sagði sanna stafi.
Saga um mannshöfuð, sem er varðveitt í kistu og haft til
spásagna, stendur i ísl. þjóðsögum I, 523, og gæti þelta
verið bergmál af hinni fornu sögn um Mími. — Flestir skýr-
endur telja, að Völuspá vísi hér til sömu sögunnar og Snorri
segi: líílát Mímis hafi gerzt eftir atburði þá, sem vikið er að
í 27—28. v. En þeir gæta þess ekki, að ógerningur er að
samræma sögu Snorra og kvæðið. í Völuspá er Mímir jöt-
unn. óðinn gerir að visu einskonar bandalag við hann, en