Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 91
39 — 41. v.
81
SKÝRINGAR
merkilegar fyrir siðferðisskoðanir skáldsins, seni þar koma
fram. Þó að kristinna áhrifa kunni að kenna þar að ein-
hverju leyti, þá myndi þær aldrei í kvæðið hafa komið,
nema þær hefði verið persónuleg eign hans. Geta má nærri,
hvort hann hefur litið vægari augum á eiðrof goða en
manna, og hvort hann hefur ekki skilið, að þau hlyti fyr
eða siðar að leiða til glötunar. Að þvi leyti varpa þessar
vísur ljósi hæði á það, sem áður er komið og á eftir fer.
40. vísa.
Jánwiðr, frumskógur, myrkviður. Isarnho, Jarnwith, var
nefndur mikill skógur á Holtsetalandi (Miillenhoff). Járnviðja
og íviðja eru tröllkonuheili, og lúta þau að sömu hugmynd
um bústaði tröllkvenna og kemur fram i þessari visu.
Fenris kindir, úlfar. »En gamla gýgr fœðir at sonura
marga jötna, ok alla í vargs líkjum« (Gylfag. k. 11). Fenrir
getur verið bæði úlfsheiti alment, en líka Fenrisúlfur sjálfur.
Er hið siðara líklegra. Fenrisúlfur er í Lokas. 39 kallaður
hróðrsvitnir (hinn frægi úlfur), en í Grímnism. 39 er sólar-
'úlfurinn einmitt kallaður Hati Hróðvitnisson.
einna nöklairr, smbr. einna hvatastr (Hávam. 64, Fáfnism.
17), einna beztr (einna = allra); einhver allra = einn.
tungl, himintungl alment (svo einnig i gotnesku). Hér sér-
slaklega um sólina. Vargar eða hundar, sem elta sólina og
vilja granda henni, eru til í þjóðtrú um viða veröld (sjá
Olrik, Ragnarok I, 189—95).
tjúgari, sá sem rífur til sín og grandar (*tjúga — draga,
togið sverð = brugðið, heytjúga = heynál).
41. vísa.
fjör; hér eins og viðar í skáldamáli er talað um fjör eins
og það væri efni (L. p.). Gering þýðir: Fleisch und Blut als
Silz der Lebenskraft. Detter og E. A. Iíock (Arkiv XXXVIII,
271—2) blátt áfram: lík, líkami. Bezt felli ég mig við skiln-
ing Finns Jónssonar: blóð. Úlfurinn sýgur nái, alveg eins og
Niðhöggr í 39. v., og við að drekka blóðið eignast hann all-
an lifskraft hinna dauðu (smbr. t. d. söguna um Hjalta í
Hrólfs s. kraka) og magnast meir og meir.
feigr, hér = dauðr, smbr.: fáði faðir (o: risti rúnir) eptir
feigjan sun (Rök-steinninn).
n