Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 58
48
VÖLUSPA
verið skýrð liér að franian. Þessi vísa virðist hljóta að vera
ort af þeim manni, sem feldi dvergatalið inn í Völuspá, en
sjálft dvergatalið er að öllum líkindum talsvert eldra og sett
saman úr ýmsum pörtum: 11—12., 13., 14—16. Slíkar þulur
voru ekki einungis nytsamlegar að nema fyrir skáldin, held-
ur ^hefur goðfræðileg þekking í heiðnum sið verið álitin
mikils virði til þess að ná sambandi við hulin öfl. Máttur
nafnsins er ríkur í allri alþýðutrú. En í augum höfundar
Völuspár voru nafnaþulur dauður fróðleikur, og þótt hann
láti smávegis af því tæi slæðast með, hefði honum aldrei
getað til hugar komið að eyða Vs af kvæðinu í sköpun
dverga og nöfn þeirra. — Með því að dvergatalið er í raun
og veru laust við Völuspá, get ég farið i íljótara lagi yíir
skýringu þess.
Síðari helmingur þessarar vísu, sem mjög hefur raskast í
handritunum, mun eiga að hljóða svo:
hverir skj'ldi dverga ór Brimis blóói'
dróltir skepja ok ór Bláins leggjum.
Með því móti verður hann helzt samkvæmilegur næstu vísu.
Dverga dróttinn (K) gæti þó verið Móðsognir. Svo skýra DH
og Niedner (Ragnarök 241).
Brimir, venjulega skýrt sem nafn á Ými: af því að sjórinn
(brim) var úr blóði hans. Brimir eða Brímir er líka nefnd-
ur i 37. v. Texta H og Sn-E: ór brimi blóðgu, má líka vel
til sanns vegar færa. Hafa menn líklega hugsað sér, að sjór-
inn hafi verið blóðlitaður fyrst í stað, saibr. bárunafnið
Blóðughadda, sem reyndar er ekki annað en náttúrulýsing,
eins og Jóhann Sigurjónsson kvað:
. . . bylgjan sem bar það uppi
var blóðug um sólarlag.
Ef til vill mætti þá hverfa frá hinni algengu skýringu, að
Bláinn sé enn annað nafn á Ými (af því að blár himininn
var myndaður úr hausi hans), en taka það sem sævar heiti
(smbr. bláfold, bládúfa). Verður þá bláins leggr = steinn
(smbr. fjarðleggr, sævar bein — BMÓ). Koma þá skýring-
arnar í einn stað niður, hvernig sem lesið er.