Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 79
27-28. v.
SKÝRINGAll
tí!>
(Boer), þvi það gerir efnið ekki Ijósara, og er hljóðfræðilega
rangt (ey styttist ekki í á, nema áherzlulítið sé).
En hvi ekki blátt áfram skýra á = vatnsfall? Fossar eru
þó venjulegast í ám. Eðlilegt að láfa á renna úr Mímis-
brunni eins og hverri annari uppspreltu (smbr. árnar úr
Hvergelmi, Grimnismál 26—29. v.). Með því móti verður alt
eðlilegt og ljóst: úr brunninum fossar á og eys hinu auruga
(smbr. 19. v.) vatni sinu yfir askinn (rætur hans). Liklega
er það ekki annað en ályktun Snorra af þessari vísu og 19—
20., að nornirnar ausi vatni yfir askinn.
aj veði Valjöðrs, af vatninu, sem stendur á veði Óðins,
þ. e. a. s. auga hans (eins og nánar er skýrt i næstu visu).
Boer talar um »die sinnlose behauptung, dass Mímir aus
dem auge trinkt«. En þetta er misskilningur hans, en ekki
skáldsins. Að drekka af e-u þýðir að vísu oft drekka úr (og
svo hefur Snorri skilið hér, af því að hann hafði Gjallarhorn
í huga), en líka drekka ojan af (o: lög, sem eitthvað liggur i),
smbr. »allténd er hann (c: helluhnoðri) blessaðasta gras að
drekka af« (Grasaferðin eftir Jónas Hallgrimsson, útg. 1883,
251). Auga Óðins gefur öllu vatni úr brunninum nýjan kraft.
stefið, sjá að framan bls. 24.
28, vísa.
Um 28—29. v. get ég að mestu leyti visað til þess sem
sagt er að framan bls. 19 o. áfr.
sitja úti, um útisetur á nótlum, til þess að leila spásagna,
er viða gelið i fornum ritum og nýjum (sjá um það efni
m. a. Þrjár ritgjörðir tileinkaðar Páli Melsteð, 8 o. áfr.,
smbr. Útisetur á krossgötum, ísl. Þjóðs. I, 436 o. áfr.).
Yggjungr Ása, úr ilokki Ása, smbr. Ása-Þór, víkingr Dana
(= danskr víkingr), Helreið 11.
ok í augn leit, óðinn verður fyrri að bragði til þess“að
horfa í augu völunni, og nær með því valdi á henni. Um
mátt augnanna eru margar sögur, og nægir að minna á
ummæli Ljótar í Vatnsdælu: »en þér ærðiz allir . . . ef þér
hefðið mik eigi fyrr sét en ek yðr«. Höckert (293—97) hefur
dregið af þessu miklar ályktanir: völvan sé sama og Heiðr,
sú sem hafi hjálpað Vönum lil sigurs með vígspá sinni, —
nú komi Óðinn og trufli hana í útisetunni, en hún kveði
spána til þess að hefna sín og ægja honum. En þó að Óð-
r