Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 64
54
VÖLUSPÁ
Til stuðnings þessu má benda á, að með þessu móti kem-
ur lýsing asksins þrisvar í kvæðinu: í fortíð, 2. v., þar sem
honum er lýst sem frjói i moldu — í nútíð, þar sem hon-
urn er lýst í öllum hlóma sínum — í framtíð, 47. v., þar
sem hann er orðinn gamall og tortímingin vofir yfir. í 19. v.
hefur völvan orðið vita, eins og í 27. og 28. Það eitt er nóg
til þess að sýna, að vísan á heima á eftir 21. v., þar sem
völvan í síðasta sinn hefur orðið muna.
Pannig ver 19. v. vel rúm sitt, ef henni er skipað á réttan
stað. Enda er hún alt of fögur, her of greinilega merki
andagiftar og heimsskoðunar skáldsins, til þess að geta verið
aðskotadýr. Peir, sem telja hana siðari viðbót (Múllenhoff,
Finnur Jónsson), hafa heldur ekki fært nein gild rök fyrir
máli sínu. Það dugir ekki að vísa til ósamræmis milli 8. og
20. v., þegar það er ekki einungis ósannað, heldur mjög
ósennilegt, að í 8. v. sé átt við nornirnar. Wilken (Ordnung
478) þykir óviðurkvæmilegt, að askurinn standi »æ yfir
grœnn Urðar brunni« í miðju kvæði, en síðar sé sagt, að
hann skjálfi og falli. En með »æ grœnn« er ekki sagt: grænn
um aldir alda, heldur aðeins: grænn vetur og sumar, meðan
hann stendur (smbr. ritgerðir Láfílers í Festskrift til Feil-
berg, 1911, og Arkiv XXX).
Yggdrasill. Nafnið merkir hlátt áfram »hestur óðins«, en
er venjulega skýrt: gálgi Óðins — af þvi að hann hafi hengt
sjálfan sig í limar asksins, til þess að öðlast töfraþekkingu
og rúnalist (smhr. Hávamál 138 v. o. áfr.), smbr. gálgakenn-
ingarnar: hörva Sleipnir, hestr Signýjar vers (o: Hagbarðs).
Þeir sem svo skýra, telja þá að askr Yggdrasils (sem stend-
ur allsstaðar nema hér, og þó hér í R) sé = askrinn Ygg-
drasill, smhr. Aurvanga sjöt = sjötin Aurvangar, Fenrisúlfr
= úlfrinn Fenrir, Gjallarhorn = hornið Gjöll. — Aftur á
móti áleit Eirikur Magnússon (Yggdrasill Óðins hestr, Rvík
1895) ask Yggdrasils eina rétta heitið, en Y. sé Sleipnir, hinn
áttfætti persónugervingur vindanna (átta höfuðálta), og hljóti
askurinn nafnið af því að Sleipnir sé á beit (o: vindarnir
þjóti) i limum hans. E. M. neitar lika hinni venjulegu skýr-
ingu á Hávam. 138, og telur óðin hafa hengt sig á venjuleg-
um gálga (vinga-meiði).
Hér er hvorki rúm til þess að rökræða þelta, né ástæða,
þvi að Völuspá gerir ekki ráð fyrir sjálfsfórn óðins á gálga,
heldur lætur liann öðlast vizku sína á annan hátt. Skáldið