Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 30
20
VÖLUSPÁ
fremur ætti að vera ek. En það er fullkominn misskilningur
að breyta hon allsstaðar í ek eða sleppa því að öðrum kosti
(Gering). Athugasemdir Boers um þetta eíni (Kritik 322 o.
áfr., 354 o. áfr.) eru á alt of veikum rökum bygðar.
Nú heldur völvan áfram að skýra frá þeim atburðum,
sem gerzt hafa eftir samtalið við Óðin og þangað til kvæðið
er kveðið. Hún lýsir um leið ástandi heimsins að nokkru.
En augnablikið, sem hún kveður kvæðið, er markað
með stefinu:
Gej'r nií Garmr mjök . . .
Eftir að það kemur fyrir i fyrsta sinn (44. v.) er all
hrein Iramtið (Brœðr nmnu berjask o. s. frv.). Skáldið hugsar
sér, að þegar þar er komið heimsstöðunni, komi völvan
fram og llytji spá sina. Stefið segir: Ragnarök eru í nánd
(Skirnir, 1912, 372). Því hefur höíundurinn sjálfur trúað.
Hann endurtekur visuna til þess að hún læsist inn i huga
áheyrenda. Hana má ekki miða við þann og þann stað,
sem hún stendur á i kvæðinu (eftir 57. v. er þetta alt um
garð gengið), heldur við þann stað, sem hún fyrst kemur.
Þá er kvæðið íram flutt (smbr. Bugge, 8—9 nm.).
Með 65. v. er spánni lokið. Visan um hinn ríka skýrir
frá því fjarlægasta, og um leið háleitasta, sem völvan sér.
En eftir þá visu er sem völvan hafi ofbirtu í augum og
verði að jafna sig áður en hún lýkur máli sínu. Viðsýn
hennar nær yfir rúm, ekki síður en tíma (smbr. 2. og 29.
v.), og nú leitar hún með augunum að einhverju, sem lýsir
vel nútiöarástandi heimsins, til þess að festa sjónir á. Hún
sér Niðhögg og bregður upp ógleymanlegri mynd af honum.
Að þvi búnu segir hún: nú mun hon (o: ek) sökkvask, o:
ég hef lokið máli minu. Svo skýrði Bugge í útgáfu sinni
(392) og siðar Finnur Jónsson (Völuspá, 33—34), nema
hvað hann felst á breytingu Miillenhoffs: hann (o: Niðhöggr)
fyrir hon i síðasta visuorðinu. En það er varhugavert að
vikja hér frá báðum handritunum, enda alls ekki nauðsyn-
legt. Jafnvel þótl völvan sé lifandi (o: ekki vakin upp frá
dauðum þegar hún kveður kvæðið), er ekkert þvi til fyrir-
stöðu, að hún liverfi af sjónarsviðinu á þennan hátt.
Hvað má ráða um völuna af kvæðinu? 1) Hún er eld-
gömul og fóstruð af jötnum; 2) hún situr úti og á þá tal
við Óðin sjálfan, sem leitar fróðleiks hjá henni; 3) hún
veit leynda dóma og rök allra goða og manna. Af þessu er
bersýnilegt, að hér er ekki nein óbreytt farandvölva á ferð-