Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 151
SKÁLDIÐ
141
Nú dynja ragnarök yfir — þessi viðburður, sem setur svip
sinn á alla norræna goðafræði, og Grundtvig taldi einan
nægja til þess að gera hana stórfenglegri en þá grísku. Þessa
frásögn hefur skáldið steypt upp úr brotasilfri þjóðtrúar-
innar og mótað með mætti ímyndunar sinnar, svo að hún
ber hans merki meðan norræn goðafræði er þekt og stunduð.
Hvorir sigra, jötnar eða guðir? í raun og veru hvorugir.
Eins og Þór ber banaorð af Miðgarðsormi, en fellur sjálfur
fyrir eitri ormsins, farast i þessum hildarleik allir þeir, sem
berjast. Það, sem gerist, er þetta: þrætuparti efnis og anda
er skift. Hið spilta hverfur að fullu til jarðarinnar, því bezta
er fullkomlega borgið.
Eðli hins illa er hamlandi, neitandi: kuldi og mjrrkur,
tregða og dauði. Þess vegna er dauði, en ekki kvalir, það
eina, sem samkvæmt rökréttri hugsun á að koma í hlut þess
þegar búi tilverunnar er skift. í þessu atriði er höfundur
Völuspár alveg ósamþykkur kristninni. Þessi samtímamaður
Hallfreðar hræðist ekki helvíti, viðurkennir það ekki. Kvalir
þær, sem talað er um í kvæðinu, eru heiðnar hugmyndir
og norrænar: vatn og kuldi. Og þær eru ekki eilifar. Sam-
kvæmt Völuspá er ódauðleikinn ekki hverjum manni áskap-
aður. Menn verða að ávinna sér hann. Það er sama skoðun
og kemur fram í Peer Gynt, og margir afbragðsmenn hafa
haft fyr og síðar.
Hið illa er ekki sigrað. Það er eilíft eins og hið góða. Það
hefur heimtað sitt aftur: alt það, sem í þroska sinum var
ekki komið yfir ósamræmið og heitrofin. En viðskiftum hins
illa og góða er lokið. Og með þvi er öll barátta úr sögunni.
En hið góða lifir. Baldur og Höður, bræðurnir sem vegnir
hafa verið fyrir sakleysi, hvor á sinn hátt, verða æðstir goð-
anna. Nú vitjar hinn ríki regindóms síns: þess ríkis, sem
honum er fyrirbúið. Hann hefur ekki tekið beinan’þátt í
neinum þessara atburða, en af sjálfri baráttunni hefur mátt
ráða tilveru hans, eins og tilveru ósýnilegrar reikistjörnu af
áhrifum hennar á gangbraut annarar sýnilegrar. Til hans
hafa allir þeir stefnt, sem sóttu fram — og meðal þeirra
einmitt hin fornu goð. Undir eins og heimurinn hefur, fyrir
þroska og þrautir, náð vissu fullkomnunarstigi, kemur hann
af sjálfu sér. Þá er takmarki tilverunnar náð. — Þetta er
ekkert annað en hugmynd um örlög heimsins, mótuð eftir
æðstu trúarreynslu einstaklingsins, og verður ekki skilið af
öðrum en þeim, sem eitthvað þekkja til slíkrar reynslu.