Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Side 151

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Side 151
SKÁLDIÐ 141 Nú dynja ragnarök yfir — þessi viðburður, sem setur svip sinn á alla norræna goðafræði, og Grundtvig taldi einan nægja til þess að gera hana stórfenglegri en þá grísku. Þessa frásögn hefur skáldið steypt upp úr brotasilfri þjóðtrúar- innar og mótað með mætti ímyndunar sinnar, svo að hún ber hans merki meðan norræn goðafræði er þekt og stunduð. Hvorir sigra, jötnar eða guðir? í raun og veru hvorugir. Eins og Þór ber banaorð af Miðgarðsormi, en fellur sjálfur fyrir eitri ormsins, farast i þessum hildarleik allir þeir, sem berjast. Það, sem gerist, er þetta: þrætuparti efnis og anda er skift. Hið spilta hverfur að fullu til jarðarinnar, því bezta er fullkomlega borgið. Eðli hins illa er hamlandi, neitandi: kuldi og mjrrkur, tregða og dauði. Þess vegna er dauði, en ekki kvalir, það eina, sem samkvæmt rökréttri hugsun á að koma í hlut þess þegar búi tilverunnar er skift. í þessu atriði er höfundur Völuspár alveg ósamþykkur kristninni. Þessi samtímamaður Hallfreðar hræðist ekki helvíti, viðurkennir það ekki. Kvalir þær, sem talað er um í kvæðinu, eru heiðnar hugmyndir og norrænar: vatn og kuldi. Og þær eru ekki eilifar. Sam- kvæmt Völuspá er ódauðleikinn ekki hverjum manni áskap- aður. Menn verða að ávinna sér hann. Það er sama skoðun og kemur fram í Peer Gynt, og margir afbragðsmenn hafa haft fyr og síðar. Hið illa er ekki sigrað. Það er eilíft eins og hið góða. Það hefur heimtað sitt aftur: alt það, sem í þroska sinum var ekki komið yfir ósamræmið og heitrofin. En viðskiftum hins illa og góða er lokið. Og með þvi er öll barátta úr sögunni. En hið góða lifir. Baldur og Höður, bræðurnir sem vegnir hafa verið fyrir sakleysi, hvor á sinn hátt, verða æðstir goð- anna. Nú vitjar hinn ríki regindóms síns: þess ríkis, sem honum er fyrirbúið. Hann hefur ekki tekið beinan’þátt í neinum þessara atburða, en af sjálfri baráttunni hefur mátt ráða tilveru hans, eins og tilveru ósýnilegrar reikistjörnu af áhrifum hennar á gangbraut annarar sýnilegrar. Til hans hafa allir þeir stefnt, sem sóttu fram — og meðal þeirra einmitt hin fornu goð. Undir eins og heimurinn hefur, fyrir þroska og þrautir, náð vissu fullkomnunarstigi, kemur hann af sjálfu sér. Þá er takmarki tilverunnar náð. — Þetta er ekkert annað en hugmynd um örlög heimsins, mótuð eftir æðstu trúarreynslu einstaklingsins, og verður ekki skilið af öðrum en þeim, sem eitthvað þekkja til slíkrar reynslu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.