Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Side 11
Handrit.
Völuspá er varðveitt i þessum handritum:
1) Konungsbók Sæmundar-Eddu (K), Codex regius, Gl.
kgl. sml. 2365 4to. t’elta aðalhandrit Eddukvæðanna kom í
eigu Brynjólfs biskups Sveinssonar h. u. b. 1643, en hann
sendi það að gjöf Friðriki konungi III. árið 1662. Völuspá
er fremst í bókinni. Stafrétt útgáfa Völuspár eftir K er í út-
gáfu Bugge, 12—18, en alt handritið er gefið út stafrétt og
Ijósmyndað, með nákvæmri lýsingu og athugasemdum, af
Wimmer og Finni Jónssyni 1891. Er sú útgáfa undirstaða
fyrir allar síðari Eddu-útgáfur. Um sögu handrits þessa, áður
en það kom i biskups hendur, er ekkert kunnugt. Það er
talið ritað seint á 13. öld (eldra en 1300, yngra en 1250,
segja W. og F. .1., og gizka á h. u. b. 1270; 13. aarhundr-
edes slutning, Kálund).
2) Hauksbók (H), kend við Hauk lögmann Erlendsson,
sem ritað hefur mikið af henni sjálfur og látið rita hitl,
hefur verið mikið handrit og fult af sundurleitum fróðleik.
Nú er hún bútuð sundur (AM 371, 544; 675, 4to) og sumt
týnt með öllu. Völuspá stendur í 544, ein sins liðs, og virð-
ist blöðunum, sem hún er á, hafa verið aukið inn í hand-
ritið eftir Hauks daga. Stafrétt útgáfa hjá Bugge, 19—26, og
í útgáfu Hauksbókar eftir Eirík Jónsson og Finn Jónsson,
1892—96, bls. 188—192. Þetta handrit kvæðisins er talið rit-
að á miðri 14. öld, og höndin sama og á Ormsbók Snorra-
Eddu (Codex Wormianus), sjá Hauksbók Indl. xvi, cxxxiii.
3) Völuspá var ein aðalheimild Snorra Sturlusonar um
forna goðafræði og i Gylfaginningu tilfærir hann 30 vísur úr
henni, en tekur efni úr 16 að auki. Verður því að telja
handrit Gjdfaginningar, aðalhandrit Sn-E, með handritum
Völuspár, en þau eru þessi: Konungsbók Snorra-Eddu, Co-
dex regius (R), GI. kgl. sml. 2367 4to, frá h. u. b. 1325, —
Ormsbók, Codex Wormianus (W), AM 242 fol., frá síðara
hluta 14. aldar, — Uppsalabók (U), Delagardie-safn 11 4to,