Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Side 19

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Side 19
FERILL <) Selsk. Forhandlinger). Far hélt hann því fram, að fyrirmynd Völuspár væri liinar svonefndu Sibylluspár, falsspár, settar saman af Gyðingum fyrir Krists burð og síðar kristnum mönnum, i því skyni að auka trúarbrögðum þeirra álit og fylgi meðal heiðinna manna. Bang benti á- sitt af hverju, sem álíkt er með Völuspá og þessum fornu ritum. En hann gerði enga tilraun til þess að skýra, hvernig höfundur Völu- spár (sem hann, eins og Guðbr. Vigfússon, áleit orta vestan hafs) hefði komist í kynni við griskar bókmentir, og virti ekki þann kost viðlils, að form og efni kvæðisins gæti verið af norrænum rótum runnið. Er þó sjálísagt að fara þá skýr- ingarleið svo langt sem fært er, ekki sizt þar sem Völuspá er ekki eina spáin í Sæmundar-Eddu. Ritgerð Bangs vakti mikla athygli og hlaut samkvæði margra mætra fræðimanna. Hafa siðan ýmsir fetað í fótspor hans <) og rakið efni nor- rænnar goðafræði til suðrænna og kristinna rita frá fornöld og miðöldum, Kveður þar langmest að Sophus Bugge, eink- um fyrra hindi ritsins: Studier over de nordiske Gude- og Hellesagns Oprindelse (1881—89). Iíenningar Bugge hafa mörgum þótt öfgakendar (þótt eigi skyrti hann fylgismenn, einkum í tyrstu), og hafa nú iifað sitt fegursta. En samt er jafnan mikið af ritum hans að læra, jalnvel fyrir þá, sem eru honum ósamdóma i aðalatriðum. Og Bugge er hófsam- ur í samanburði við þýzka goðfræðinginn E. H. _Mever. sem gaf Völuspá út með skýringum 1889, og rakti alt efni henn- ar til kristinna miðaldarita. í þeirri mildu bók (hún er 300 hls.) hef ég ekki fundið eina einustu athugasemd, sem mér hefur þótt þess virði að geta hennar í skýringum minum. Hún er frá upphafi til enda visindaleg tröllasaga eltir mann, sem lærdómur hans hefur gert óðan.!) Margir gerðust til þess að andmæla þessari rannsókna- stefnu. Viktor Rj'dherg ritaði móti Bang, en Bugge varði, og varð sú deila til þess að Rydberg samdi hið mikla verk: 1) Það er reyndar ekki uppgötvun 19. aldar manna, að efni nor- rænna goðsagna sé að ýmsu leyti af kristnum rótum runnið. Finnur Jónsson biskup (eða þeir Hannes feðgar) lieldur þvi sama fram i Historia ecclesiastica Islandiæ I, 23—24, og eru sumar af athugasemd- um hans enn í gildi. 2) Eg vil ekki eyða rúmi í að rekja skoðanir þeirra Bugge og Mey- ers, enda er gerð grein fyrir þeim og mikiu af þessum deilum í Timariti Bókmentafélagsins 1892 og 1893 i ritgerðum eftir Valtý Guð- mundsson og Benedikt Gröndai. 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.