Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Síða 93

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Síða 93
41-42. v. SKÝRINGAR 83 er myndað eins og Hjalmþér (þér sami stofn og þéa [þjá] og þír [ambált]). Miillenhoff og DH halda því fram, að hirðir sé hér = (eigin)maður, en fyrir því eru engin rök. Þá er hitt sennilegra, að gýgrin í þessari vísu sé sú sama og en aldna i 40. v. Ekkert er eðlilegra en að smali sitji á haugi, þar sem sér vítt yflr, smbr. Skirnismál 11: Segðu þat hirðir, er þú á haugi sitr ok varðar alla vega . . . Og hirðir gýgjarinnar er auðvitað sjálfur jötunn. Því merki- legra er að bera lýsingu hans saman við lýsingu annara jötna. gaglviðr. í H stendur galgviðr, og hefur Bugge (390) hall- ast að þvi, að svo væri rétt ritað. Væri átt við askinn (gálga Óðins), en haninn, sem gæli í greinum hans, samsvaraði hananum Viðófni á Mímameiði í Fjölsvinnsmálum 23—24. Sennilegra þykir mér þó, að galgviðr sé = blótlundr, þar sem menn voru hengdir í greinunum (smbr. skýringar við 19. v.). Mætti ef til vill hugsa sér Járnvið sem gífurlegan blótlund, en sólarúlfurinn drykki blóð mann- fórnanna. — Miklu örðugra viðfangs er gagl-. Gagl er gæsar- ungi, en gæsir ganga ekki í skógum, ogí Eggþér er varla gæsahirðir. Og þótt gagl væri látið standa fyrir fugl yflrleitt, og skýrt fiiglaskógur (Múllenhoff), sem í sjálfu sér er varla tækilegt, þá væri lýsingin á þessum skógi einmitt altof al- menn og sviplaus. Delter (DH) skýrði gagl < *ga-vagl, en vagl er »hanabjálki« og ga- táknar, að margt sé af sama tæi: gaglviðr = stoð með mörgum þvertrjám fyrir hænsni. En auðsjáanlega er hægra að hugsa sér haug i eðlilegum skógi (t. d. við veg um skóginn) en að hænsnatré væri reist á haugi úti á viðavangi. Axel Iíock, sem siðastur hefur rej-nl að skýra orðið (Arkiv XXVII, 110 o. áfr.), felst á skýringu Guðbrands (í orðabók Cleasby’s), að gagl sé jurtarheiti = engils. gagel, ensku gale, Myrica gale (Linn). Sú jurt er mik- illar náttúru, var höfð til lækninga og ölgerðar, og finst Kock skógurinn með því heiti fá þann dularfulla svip, er við eigi. Um hanana þrjá, sem talað er um í þessum visum, vita menn ekkert. Þeir eru annars hvergi nefndir (nema Fjalarr í Þulum, en það getur verið tekið úr Völuspá), og Gullinkambi ekki einu sinni í Grimnismálum, þar sem þó margt er talið, sem i Valhöll er. í H Hund II 49 er haninn, sem vekur Einherja, kallaður Salgófnir. Helzt virðast þessir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.