Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1889, Qupperneq 42
koma fljótt í ljós, með því börnin fara að taka eptir
hlutunum, skilningur þeirra þroskast og greindin
vex.
fegar lokið er hinni fyrstu fræðslu í þeim atriðum,
sem nú hefir verið minnzt á, og hörnin hafa fengið Ijósa
liugmynd um grundvallaratriði laudafræðinnar, ætti að
halda áfram að kenna þeim að þekkja landabrjef sem
bezt. Eins og getið var um áður, er álitið bezt, að upp-
dráttur sje gerður af bænum, þar sem barnið á heima,
eða skólanum, þar sem það nýtur kennslu. Stofan er
þá fetuð, eða þá, sem betra er, mæld með snúru, og
uppdrátturiun dreginu á töfluna í skólanum, og börnin
látin gera það jafnframt á reikningstöflur sínar. öll
stærðahlutföll yrðu nákvæmlega sýnd eptir þeim inn-
byrðis-fjarlægðum, sem mælingin sýnir; staður borða
bekkja, ofnsins og annara búshluta, sem þar kynnu að
vera, ætti að koma fram á uppdrættinum. þetta ætti
að endurtaka hvað eptir annað, unz hvert barn getur
skilið í liverri fjarlægð og afstöðu hlutanna á gólii
liússins, og eigi skyldi hætt við það fyrri, en þau hafa
fengið nokkurnveginn æfingu í að gera hann rjettan.
Loksins skyldi setja inælikvarða, er fylgdi uppdrættinum
og gera skiljanlegt, hvaða samband er á millilandsupp-
drátta og mælikvarða þess, sem stendur á þeim. Á
-þenna hátt ætti að gera uppdrátt yflr grenndina um-
hverfis skólann. Sje þannig byrjað að þekkja landabrjef
og þýðing þeirra þannig gerð skiljanleg í fyrstu, þá
yrði landafræðiskennslan eðlilegri og gagnlegri, en hún
er nú almennt. þessi undirbúningur ætti ekki að vera
ofvaxinn neinum kennara.
Kennslubókin á aðeins að vera sem leiðarvísir við
námið, sem kennarinn fyllir upp; hún má eigi hafa svo
hátt sæti, að hún eingöngu sje lærð reiprennandi með
nöfnum, tölum og upptalningum í rjettri röð, hvert á