Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1889, Qupperneq 101
101
irskiptingar flokkanna, heldur gera vel skiljanleg höfuð-
einkenni peirra, og endurtaka þetta á ýmsan hátt, þeg-
ar kennt er um hvert land. Aðalorsakirnar til mynd-
unar þjóðeinkunnanna ættu jafnframt að takast til
greina í hvert skipti ásamt samhandinu milli þeirra og
þess inenningarstigs, sem þjóðin stendur á.
Ætíð koma fyrir í landafræðinni nöfn, sem liafa
miklar sögulegar endurminningar; eigi er hægt að ganga
svo fram hjá þeim, að geta ekki þeirra viðburða, sem
þar hafa gerzt, má því opt gefa fræðslu um ýmislegt úr
sögu. J>etta er því fremur nauðsynlegt, sem landa-
fræðin kemur svo mjög við söguna. Allt hið núverandi
ástand hlutanna er komið, eins og það nú er, fram af
þeim hlutum, sem á undan voru. Og eigi er liægt að
skilja vel í ýmsu, sem nú er, ef ekki er kennt um það
sem áður var. |>að er eigi hægt að sýna hin ýmsu
menningarstig þjóðanna, nema með því að segja sögu
þeirra að meira, eða minna leyti. J>að er ómögulegt að
tala um framfarir, nema bera þær saman við eitthvert
ástand á undan. Sjálf staðanöfnin benda á sögu sína.
Eigi er svo liægt að kenna landafræði íslands, að eigi
sje minnst á þingvöll meira en hvern annan óþekktan
stað. Nafn hans bendir á þingið gamla, Alþing, og
þær miklu endurminningar, sem eru bundnar við það fyr
og síðar. Svo eru margir bæir á íslandi, að þeir hafa
sína sögu, t. d. Skálholt, Hólar, Reykliolt, Haukadalur,
Oddi og Bessastaðir, Ekki einungis bæir og kaupstað-
ir hafa sína sögu; stofnanirnar hafa hana líka. Kirkjan,
skólnrnir og prentsmiðjan, verzlunin og bókmenntirnar.
|>að er eigi hægt að gefa neina fræðslu um þessi atriði,
nema að geta um leið þess, hvernig þau hafa verið áð- .
ur, og hverjum breytingum þau hafa tekið, þangað til
þau urðu það, sem þau nú eru. í íslandslýsingu |>or-
valdar Thóroddsen er sagt frá, hvernig hver stofnum