Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 13
Á skrifstofunni er séð um allar fjárreiður fyrir félagið og þá starfsemi,
sem því er falin, allt bókhald, ritvinnslu, bóksölu og aðra afgreiðslu svo og
undirbúning fyrir Búnaðarþing, öll skjöl þess og frágang mála.
Búnaðarþing 1993, það 77. í röðinni, kom saman 1. mars og lauk störf-
um 10. mars og stóð því í tíu daga. Það fékk 45 mál til meðferðar og
afgreiddi 41 þeirra með 39 ályktunum. Að þinginu loknu ákvað stjómin,
hvert málin skyldi senda og hvemig vinna skyldi að framgangi þeirra.
Stjóm og búnaðarmálastjóri unnu síðar að því eftir því, sem aðstæður
leyfðu. Þinginu verður gefin munnleg skýrsla um framvindu þeirra.
Undirbúningur fjárlaga og fjárveitingar. Unnið var að undirbúningi
fjárlaga fyrir árið 1994 með svipuðum hætti og á undanfömum árum.
Skilað var sundurliðaðri fjárveitingabeiðni til landbúnaðarráðuneytis um
miðjan maí. Farið var fram á 95,4 millj. kr. fjárveitingu til hins faglega
þáttar í starfsemi Búnaðarfélagsins, þar af 3,8 millj. kr. vegna
lífeyrishækkana. Auk þess var gerð rökstudd og sundurliðuð áætlun um
fjárþörf vegna jarðræktarlaga annars vegar og búfjárræktarlaga hins vegar.
Aætlun vegna jarðræktarlaga hljóðaði upp á 145,5 millj. kr., sundurliðað
þannig: til jarðræktarframlaga 100 millj. kr., laun héraðsráðunauta 37,6
millj. kr. og vegna ferðakostnaðar héraðsráðunauta 7,9 millj. kr.
Til framkvæmdar búfjárræktarlaga var farið franr á 89,2 millj. kr. Þá var
sótt um 3,8 millj. kr. til greiðslu á Iífeyrishækkunum vegna héraðsráðu-
nauta og frjótækna, sem svarar til hlutar ríkisins af launum þessara
starfsmanna.
Eins og kom fram í ályktun Búnaðarþings 1993 (erindi jarðræktamefnd-
ar), var lögð á það megináhersla að fá fjárveitingu til að greiða
jaröræktarframlög vegna framkvæmda, sem unnar voru á árinu 1992, en
þau nema um 71 milljón króna auk verðbóta, en auk þess nokkra upphæð
vegna framkvæmda 1993.
I fjárlagafrumvarpi var gert ráð fyrir verulega minni fjárveitingum en
þetta. Til B.í. voru ætlaður 79,7 millj. kr., en þar inni átti að vera fjárveiting
til lífeyrisskuldbindinga starfsmanna búnaðarsambandanna, en það fékkst
leiðrétt við afgreiðslu fjárlaga.
Til jarðræktarframlaga var engin króna ætluð, og fékkst engin leiðrétting
á því. Til búfjárræktarstarfseminnar voru veittar 78,8 nrillj. kr., 34,8 til
sæðingastarfsemi og kynbótastöðva og 44 til framlaga og annarrar starfsemi.
Til launahlutar og ferðakostnaðar héraðsráðunauta fengust 40,1 millj. kr.
Allt er þetta nánast óbreytt frá fjárveitingum yfirstandandi árs, að því
undanskildu, að ekkert er til jarðræktarframlaga.
Stjómin lagði á það megináherslu, er gengið var á fund fjárlaganefndar,
að leiðrétta yrði framlög til búnaðarsambandanna og að einhverjir fjármunir
fengjust til að greiða jarðræktarframlög. Þá gengu fulltrúar formanna
búnaðarsambandanna á fund fjárlaganefndar með svipaðar áherslur.
7