Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 260
Á beitilandi þessu voru kálfarnir hafðir frá því að þeir voru látnir út,
þann 2. júní til 3. september. Nokkur óeirð var í kálfunum þetta sumar og
sluppu þeir oft út úr girðingunni. Beitarval kálfanna var eins og sumarið
áður, valllendi. Allt var orðið nauðbitið í ágústlok, einkum það svæði, sem
áborið var, en mýrlendi og hálfdeigjur mjög lítið eða nær ekki bitnar.
Kálfarnir voru vegnir hinn 3. sept. þegar þeir voru teknir af þessu beitilandi
og settir á há.
e. Beit á há og fóðurkál haustið 1960.
Hinn 3. sept. voru kálfarnir fluttir á háarbeit, þar sem þeir höfðu einnig
aðgang að úthaga. Háarbeitilandið var hólfað í tvennt, og voru kálfamir
færðir á seinni helnting þess hinn 14. september. 23 sept. var beit öll búin á
háarbeitilandinu svo að kálfarnir voru fluttir á annað ræktað beitiland. Þar
voru þeir til 26. sept. er þeir voru vegnir og fluttir á fóðurkál. Fóður-
kálsakurinn hafði áður verið hólfaður í sundur. Áætlað hafði verið að slátra
kálfunum um miðjan október, en vegna anna í sláturhúsinu varð að ala þá
til 1. nóv. 22 október var fóðurkálið orðið svo bitið, að nauðsynlegt þótti að
gefa kálfunum hey og kjarnfóður með útbeitinni. I þá 10 daga, sem
kálfarnir áttu þá eftir ólifaða, var þeim gefið að meðaltali 34,9 kg af töðu
(17,5 Fe) og 10,9 kg af kjarnfóðri (10,9 Fe) hverjum.
Vigtanir á kálfunum þennan tíma, 3. sept. , 26. sept. og 31. október (sjá
töflur 8 og 9) bera það með sér, að kálfarnir hafa þyngst mjög mikið þann
tíma, sem þeir voru á hánni, en léttust aftur á fóðurkálinu. Ástæða fyrir
þessum þungabreytingum þennan tíma auk örs vaxtar er, að kálfarnir voru
frekar kviðlitlir þegar þeir voru teknir úr úthaga 3. sept. , en vembdust mjög
á háarbeitilandinu, og töpuðu aftur kvið síðustu dagana fyrir slátrun vegna
beitarskorts. Sambærilegar mælingar til útreiknings á vaxtarhraða eru því
aðeins vigtanirnar 3. sept. og 31. okt. sem sýndar eru í töflum 8 og 9.
Tafla 8. Meðalþungi og meðalvaxtarhraði sumarið 1960.
Flokkur A B A B Uxar Kvtgur
Uxar Kvígur Uxar Kvígur Samtals Samtals Samtals Samtals
Lengd tímabils(2/6-3/9) 93 93 93 93 93 93 93 93
Meðalþungi 3. sept. , kg. 359. 6 344. 6 302.3 275.4 352. 1 288. 8 330.9 310
Staðalskekkja 5. 5 8.5 10.7 10.4
P-gildi **
Þ. auki yl'ir sumarið, kg. 43.6 41.8 31. 3 32.5 42. 7 31.9 37.4 37. 1
Vaxt. hraði g/dag. 463 449 336 349 447 336 392 392
Staðalskekkja 27 22 29 28
P-gildi ***
254