Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 80
3. Afkvæmarannsókn á Þórustöðum 1990, alls lOóOgrísir.
4. Afkvæmarannsóknir 1991 (Brautarholt, Bjamastaðir, Ormsstaöir og
Hraukbær), alls 1860 grísir.
5. Afkvæmarannsórknir 1992 (Brúarland, Hýrumelur og Hraukbær), alls
738 grísir.
6. Afkvæmarannsóknir 1993 (Brúarland, Stafholtsveggir), alls 563 grísir.
Upplýsingar um afkvæmarannsóknir og kjötrannsóknir á árunum 1989-
1992: Afkvæmarannsóknir á svínum: Freyr 1993, bls 406-408. Möguleikar
til lækkunar framleiðslukostnaóar í svínarækt: Ráðunautafundur 1990, bls.
53-58.
A árinu 1989 byrjaði ég á afkvæmarannsóknum og kjötrannsóknum á
fjórum svínabúum, sem voru með viðunandi skýrsluhald. Aðalmarkmið
þessara afkvæmarannsókna og kjötrannsókna var að auka vaxtarhraða og
fallþunga sláturgrísa með ströngu úrvali ásetningsdýra, þannig að
vaxtarhraði, fallþungi og fitusöfnun sláturgrísa yrói svipaóur og hjá
svínabændum á Noróurlöndum eða með öðrum orðum að finna kyn-
bótadýr, sem ættu afkvæmi, sem næðu 90-100 kg þyngd á 170-180 dögum
og væru meó fitu á bóg undir 38 mm og fitu á hrygg undir 20 mm. Þegar
búið er að fá fram slík kynbótadýr, á að vera auðvelt fyrir færustu og
duglegustu svínabændur að lækka framleióslukostnaöinn og koma þannig
til móts við kröfur neytenda um gott svínakjöt á viðráðanlegu verði.
Niðurstöður afkvæmarannsókna og kjötrannsókna á árinu 1989 ollu mér
miklum vonbrigðum, þar sem meðalþyngdaraukning sláturgrísa frá
fæöingu til slátrunar var aðeins 368 g á dag og aldur við slátrun var 238
dagar. Þrátt fyrir að þessar niðurstöður væru síður en svo glæsilegar, var ég
samt vongóður um að ná áðumefndu takmarki, þar sem breytileikinn var
mjög mikill, hvað varðar vaxtarhraða og fitusöfnun.
Nióurstöður afkvæmarannsókna og kjötrannsókna 1990 og 1991 sýndu,
að allt þokaðist í rétta átt. Nióurstöður afkvæmarannsóknanna og kjöt-
rannsóknanna 1992 og 1993 sýna, að áðurnefndu markmiði þessara
rannsókna er náó að mestu leyti, og meó áframhaldandi rannsóknum og
bættu skýrsluhaldi er ekkert því til fyrirstöðu, að færustu og duglegustu
svínabændumir geti komið sér upp bústofni með svipaða afurðagetu og
tíókast erlendis. A svínabúinu í Hraukbæ voru meðaltöl afkvæma-
rannsóknanna 1992 eftirfarandi: Vaxtarhraði frá fæðingu til slátrunar 509,4 g
á dag, aldur við slátrun 178,3 dagar, fallþungi 64,9 kg, fita á bóg 35,3 mm,
fita á hrygg 17,6 mm, sýrustig eða Ph í hrygg og læri 5,85 og 5,83. Sams
konar meðaltöl afkvæma galtar nr. 56, en hann kom best út af göltunum í
Hraukbæ: vaxtarhraði 533,4 g á dag, aldur við slátrun 171,4 dagar,
fallþungi 65,1 kg, fita á bóg 36,1 mm, fita á hrygg 17,9 mm, sýrustig eða
Ph í hrygg og læri 5,93 og 5,90.
74