Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 54
Landnýting, sauðfé, geitfé, búfjárhald
Olafur R. Dýrmundsson
Skrifstofu- og nefndarstörf Þau voru með
svipuðum hætti árið 1993 og áður, svo sem
símtöl, bréfaskriftir og viðtöl á skrifstofu auk
setu í ýmsum nefndum. Samin voru nokkur
erindi og greinargerðir fyrir fundi og ráð-
stefnur og skrifaðar greinar til birtingar á
prenti (sjá skrá um helstu ritstörf í lok
starfsskýrslunnar). Eg kom tvisvar á árinu
fram í viðtalsþáttum í útvarpi. Eftirfarandi
voru helstu nefndir, stjórnir og ráð, sem ég
sat fundi í á liðnu ári: Sauófjárræktarnefnd
og Svínaræktamefnd sem ritari beggja,
Fagráði í sauðfjárrækt sem ritari og í framkvæmdastjórn þess, Tilraunaráði
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, ritnefnd Búvísinda, stjórn Sauðfjár-
vemdarinnar, Markanefnd, Samstarfsnefnd um ullarmál, COMETT nefnd,
sem fjallar um samstarf atvinnulífs og skóla um tækniþjálfun á vegum
EFTA og Evrópusambandalagsins (Sammennt), nefnd landbúnaðarráðu-
neytisins um lausagöngu og vörslu búfjár, nefnd landbúnaðarráðuneytisins,
sem skal semja landgræðslu- og gróðurvemdaráætlun fyrir Skútustaða-
hrepp, vinnuhópi á vegum Búnaðarfélags íslands og Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins, sem undirbjó alþjóðlegan fræðafund í Reykjavík í sam-
vinnu við Hrossaræktardeild Búfjárræktarsambands Evrópu (EAAP), nefnd
á vegum Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, sem leggur mat á umsóknir um
námsstyrki til framhaldsnáms og nefnd landbúnaðarráðuneytisins, sem
vinnur aó samningu nýrrar reglugerðar um búfjársæðingar. Sem fyrr er ég
formaður stjómar Minningarsjóðs dr. Halldórs Pálssonar, búnaðarmála-
stjóra.
Ferðalög. Skoðuð voru beitilönd á ýmsum stöðum, m.a. í sambandi vió
nefndarstörf og leiðbeiningar um hrossabeit, einkum á Suðvesturlandi.
Sumarið var svalt og sólarlítið og spretta í úthaga rétt í meðallagi, en
48