Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 78
hægt að benda á, að yfirleitt voru danskir hamborgarhryggir eða annað
svínakjöt meðal smyglvamings, sem var gerður upptækur á þessum tíma.
Strax og ég hafði komist að raun um, að nánast engar upplýsingar voru
til um íslenska svínarækt, leitaði ég ráða hjá dr. Halldóri Pálssyni,
búnaðarmálastjóra, og dr. Bimi Sigurbjömssyni, forstjóra Rala, hvernig
skynsamlegast væri að haga störfum mínum til þess að ná því markmiði, að
íslensk svínarækt yrði sambærileg við svínarækt á Norðurlöndum. Þeir
voru sammála, að aðalverkefni mitt sem ráðunautar og sérfræðings í
svínarækt yrði eftirfarandi:
1. að veita leiðbeiningar, jafnt félögum sem einstaklingum, um allt, er
varðar kynbætur, val lífdýra, fóðrun og hirðingu svína, bæði þar, sem
svínarækt er stunduð sem aðalbúgrein, og eigi síður þar, sem hún er
stunduð sem aukabúgrein með öðrum hefðbundnum búgreinum.
2. að vinna að því við svínaeigendur, að þeir færi afuróaskýrslur þannig,
að skráð verði frjósemi gyltna, afdrif grísa, vaxtarhraði þeirra og
kjötgæði eftir því, sem við verður komið.
3. að reyna eftir föngum að ná samvinnu við svínabændur um aó
afkvæmaprófa gelti og gyltur með tilliti til kjötgæða og hagkvæms
vaxtarauka. Með öðrum orðum að koma á svipuðum afkvæmarann-
sóknum og kjötrannsóknum og framkvæmdar hafa verið í áratugi með
ágætum árangri á sauðfjárræktarbúinu á Hesti.
4. að veita leiðbeiningar um kjötmat, vöruvöndun og heppilega meðferð
svínaafurða fyrir markaðinn á hverjum tíma.
Árið 1980 hófst fyrsta skipulagða skýrsluhaldið og hinar fyrstu
skipulögðu afkvæmarannsóknir og kjötrannsóknir í svínarækt hér á landi á
svínabúi Kristins Sveinssonar að Hamri, Mosfellssveit. Við skipulagningu
á þessum rannsóknum naut ég aðstoðar dr. Halldórs Pálssonar, búnaöar-
málastjóra, sem var ávallt reióubúinn að veita mér ráðleggingar, hvemig
skynsamlegast væri að framkvæma þessar afkvæma- og kjötrannsóknir.
Meó tilkomu skýrsluhaldsins og niðurstaðna afkvæmarannsóknarinnar
var fyrst hægt að leggja mat á það, hvemig íslenski svínastofninn var
mióað við svínastofna í nágrannalöndunum.
Sá samanburður sýndi, að svínarækt á Islandi stóð svínarækt á Noróur-
löndunum langt að baki. Grísir voru léttir við got, margir fæddust dauðir
eða dóu skömmu eftir fæóingu, vöxtur grísa var mjög hægur, og tók um 2-
3 mánuðum lengri tíma að koma grísum upp í sláturstærð á Islandi heldur
en á Norðurlöndunum, og fitusöfnun þeirra var miklu mun meiri.
Ennfremur sýndu nióurstöður afkvæmarannsóknanna, aó með ströngu
úrvali lífdýra var hægt að ná miklum árangri á skömmum tíma. Þannig
jókst fjöldi nytjagrísa eftir gyltu á ári úr 13,2 grísum 1981 í 18,3 grísi 1983,
og meðalaldur sláturgrísa viö slátrun lækkaði úr 252 dögum 1981 í 228
daga 1983. Rétt er að taka fram, að svínabú Kristins Sveinssonar var meðal
72