Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 251
athugunar á því, hvernig byggingum, uppeldi og meðferð kálfa yrði best og
haganlegast fyrir komið hjá bændum. Slíkar tilraunir kynnu einnig að leiða
í ljós, að hve miklu leyti betra kálfauppeldi gæti bætt byggingu íslensku
kúnna og á þann hátt gert þeim kleift að þola betur mikil mjólkurafköst. “
í Búnaðarritinu 1958 leggur Ólafur E. Stefánsson nautgriparæktar-
ráðunautur Búnaðarfélags Islands út af skýrslu dr. Hamnionds (2). Hann
segir m. a: „Á undanfömum árum hefur nokkuð verið ritað um framleiðslu
nautakjöts af holdanautgripum, enda hefur málið hvað eftir annað verið til
umræðu á Búnaðarþingi síðustu árin. Aukin mjólkurframleiðsla miðað við
neyslu innanlands og vandkvæði á því að auka framleiðslu dilkakjöts sums
staðar vegna þrengsla á afréttum hafa einkum komið mönnum til að fara að
hugsa alvarlega um hagkvæma nýtingu hinnar sívaxandi fóðurframleiðslu. í
skrifum um málið hafa komið fram tvö ólík sjónarmið varðandi það,
hvemig þessari framleiðslu skuli háttað. Hafa sumir talið, að hafa bæri
hjarðir hreinræktaðra holdanautgripa í þessu skyni, en aðrir, að framleiða
ætti kjöt af einblendingum í sambandi við mjólkurframleiðslu. Ég hef áður
látið í ljós þá skoðun, að síðari leiðina bæri að velja.
Þróun landbúnaðarframleiðslunnar gerir það nauðsynlegt að gera fljótt
ráðstafanir til þess að koma upp hreinkynja stofni holdanautgripa og kanna,
hvemig kjöt af vel uppöldum einblendingum reynist á erlendum markaði,
enda þarf nokkum tíma til að vinna nýjan markað og finna hagkvæmustu
framleiðsluaðferðir. Samkvæmt ákvörðun Búnaðarþings hefur Búnaðar-
félag Islands farið þess á leit við Tilraunaráð búfjárræktar, að það láti gera
samanburðartilraunir með fóðrun og uppeldi íslenskra kálfa og blendinga,
og er sú tilraun nú í undirbúningi. Þá hefur félagið einnig samkvæmt
ákvörðun Búnaðarþings, látið gera tillögur urn hreinræktun holdanautgripa
þeirra, sem til eru í landinu. “
Af framansögðu er ljóst að heimsókn og hugleiðingar Sir John
Hammonds vega þungt í þeirri ákvörðun að gera tilraunina.
Inngangur.
Á fundi Tilraunaráðs búfjárræktar 3. des. 1958 var endanlega samþykkt
að gera tilraun með uppeldi á Gallowayblendingum og íslenskum naut-
gripum á tilraunastöð Bsb. Suðurlands í Laugardælum. Hún var gerð með
það fyrir augum að rannsaka, hvort munur væri á hæfileikum íslenskra
nautgripa og Galloway blendinga til kjötframleiðslu með því að ala kálfa af
þessum kynþáttum til tveggja ára. Tilraunaráð búfjárræktar skipulagði
tilraunina að tilmælum Búnaðarfélags Islands og var Ólafi E. Stefánssyni
nautgriparæktarráðunaut falið eftirlit með henni. Um framkvæmd tilraunar-
■nnar sá Jóhannes Eiríksson, þá tilraunastjóri í Laugardælum.
245