Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 192
Mál nr. 33 og 34
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 9911993 um framleiðslu,
verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum. Lagt fyrir Alþingi
á 117. löggjafarþingi 1993-94, 341. mál, og Frumvarp til laga um breyt-
ingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993
með síðari breytingum, 324. mál 117. löggjafarþings 1993-94.
Málin afgreidd með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 27 sam-
hljóða atkvæðum:
Allsherjamefnd Búnaðarþings 1994 hefur fjallað um frumvörp til breyt-
inga á lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum
með síðari breytingum, 324. og 341. mál 117. löggjafarþings. Nefndin hef-
ur einnig fjallað um vinnuskjal þriggja lögfræðinga, dags. 23. febrúar 1994,
fskj. I, og breytingartillögu við 341. mál, fskj. II, allt um sama efni, þ.e.
breytingar á nefndum lögum.
Nefndin leggur til, að þingið samþykki eftirfarandi:
ÁLYKTUN:
Búnaðarþing leggur þunga áherzlu á, aó lögfest verði á Alþingi breyt-
ingartillaga við lög nr. 99/1993 á fyrrgreindu vinnuskjali frá 23. febrúar
1994 með eftirfarandi breytingu:
a) Við 1. gr. bætist ný málsgrein (4. málsgr.) svohljóðandi: Áður en
ákvarðanir eru teknar um útflutning landbúnaðarafurða skal leita álits
og tillagna Framleiðsluráðs landbúnaðarins.
b) I 72. gr. laganna komi inn skýr ákvæði um, að heimilt verði að leggja
verðjöfnunargjöld á innfluttar landbúnaðarvörur, sem framleiddar eru
hér á landi sem og tilsvarandi vörur, þ.e. vörulíki þeirra.
Aórar þær breytingartillögur, sem til er vitnað hér að framan, tryggja
síður eðlilega samkeppnisstöðu landbúnaðarins gagnvart innflutningi á
landbúnaðarvörum að mati Búnaðarþings.
GREINARGERÐ:
Á Alþingi 1993 og 1994 hafa komið fram ýmsar tillögur til breytinga á
lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum nr. 99/1993 með
síðari breytingum, sem varða innflutning landbúnaðarvara.
Á 117. löggjafarþingi liggja nú fyrir þær breytingartillögur, sem til-
greindar eru í ályktuninni. Hjá landbúnaðamefnd Alþingis liggur meðal
annars vinnuskjal lögfræðinga frá 23. febrúar 1994.
I vinnuskjali lögfræðinganna koma fram skýrustu ákvæðin, sem ætlað er
186