Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 205
Auka-Búnaðarþing 1994
Samkvæmt kvaðningu stjórnar Búnaðarfélags íslands, dags. 22. júlí
1994, kom Búnaðarþing saman til aukaþings í félagsheimilinu Árnesi í
Gnúpverjahreppi, föstudaginn 26. ágúsl 1994 kl. 13:30.
Jón Helgason, forseti Búnaðarþings, setti þingið og bauð fulltrúa og gesti
velkomna, og mælti síðan á þessa leið:
„Búnaðarþing er nú kvatt saman lil aukafundar til að fjalla um
sameiningu Búnaðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda í samræmi
við ályktun síðasta Búnaðarþings. Þar var stjórn Búnaðarfélags íslands
falið að halda áfram að vinna að slfkri sameiningu og drögum að sam-
þykktum fyrir sameinuð heildarsamtök bændastéttarinnar nteð ábendingum
um nokkur atriði þeirra, sem sameiningarnefnd Búnaðarfélags íslands og
Stéttarsambands bænda var falið að athuga nánar. Nefndin gerði nokkrar
breytingar á drögunum í samræmi við það. Síðan boðaði nefndin (il
kynningarfunda í samvinnu við búnaðarsamböndin. Var öllum bændum
þannig gefinn kostur á að láta í ljós skoðun sína og óska eftir nánari
upplýsingum. Mætlu tveir nefndarmenn á flestum fundanna til að svara
fyrirspurnum og gefa skýringar. Drögin að samþykklunum voru einnig send
til allra bænda fyrir skoðanakönnunina um afstöðu þeirra til sameiningar
Búnaðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda.
Þegar hin afdráttarlausa niðurstaða hennar lá fyrir, hóf sameiningarnefnd
Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda störf að nýju. Var hún
sammála um að taka fyrir og undirbúa gögn, sem þurfti að leggja fyrir
Auka-Búnaðarþing og aðalfund Stéttarsambands bænda til þess, að þeir
fundir geti tekið endanlega afstöðu til sameiningar. Töldum við, fulltrúar
Búnaðarfélags íslands að minnsta kosti, að ekki væri rétt á þessu stigi að
ganga lengra en Búnaðarþing lagði fyrir. Naut nefndin áfram aðstoðar
Eiríks Tómassonar, lögfræðings, sérstaklega um formsatriði. Niðurstaðan
kemur fram í þingskjölum, sem lögð eru fyrir þennan fund.
I fyrsta lagi er samkomulag um, að Búnaðarfélag fslands og Stéttar-
samband bænda verði sameinuð í ein heildarsamtök bænda frá og með 1.
janúar 1995 á þeim grundvelli, sem fram kemur í drögum að samþykktum.
Formenn Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda undirrituðu
þetta samkomulag, og var formanni Búnaðarfélags íslands veitl heimild til
að gera það á stjórnarfundi 16. þ.m. Var heimildin samþykkt með 4
alkvæðum gegn atkvæði Magnúsar Sigurðssonar.
I fyrsta hluta samkomulagsins er fjallað um meðferð mála frá áramótum
iram að fyrsta Búnaðarþingi hinna sameinuðu samtaka, sem yrði í mars-
mánuði á næsta ári, en fram að þeim fundi færu núverandi stjórnir og
samstarfsnefnd á þeirra vegum með stjórn heildarsamtakanna, og fram að
áramótum annist sú nefnd áframhaldandi undirbúning sameiningarinnar.
199