Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 217
skal tilnefndur sameiginlega. Skulu búnaðarsambönd og búgreina-
félög/búgreinasambönd, svo og kjörstjórnir, sbr. 6. tl. 8. greinar, tilkynna til
yfirkjörstjórnar, hverjir séu rétt kjörnir þingfulltrúar af þeirra hálfu. Gengur
yfirkjörstjórn formlega frá kjörbréfum. þegar henni hafa borist slfkar
tilkynningar. Agreiningi út af framkvæmd kosninganna, þ. á nr. út af boðun
funda, þar sem fram fer fulltrúakjör, má, innan tíu daga frá því ágreiningur
reis, skjóta til yfirkjörstjórnar, og verður úrskurði hennar aðeins hnekkt af
Búnaðarþingi, sbr. 12. grein.
III.
11. grein.
Formaður samstarfsnefndar, sbr. 3. grein, setur fyrsta þing samtakanna
og stjórnar kosningu kjörbréfanefndar, sbr. 12. grein, og embættismanna
þingsins, þ.e. forseta og varaforseta, sbr. 13. grein.
Að kosningu lokinni skulu formaður Stéttarsambands bænda og bún-
aðarmálastjóri llytja skýrslur sínar, og að því búnu skulu leyfðar almennar
umræður.
12. grein.
I upphafi þingsins skal kjósa kjörbréfanefnd, skipaða þremur mönnum.
Hún leggur fram tillögur sínar, áður en fyrsta fundi þingsins lýkur, og skal á
þeim fundi úrskurða kosningu þingfulltrúa.
Kæra út af kosningu þingfulltrúa skal berast formanni samstarfsnefndar
að minnsta kosti tveim vikunt áður en þingið er sett. Skilyrði er þó, að kæra
hafi áður borist yfirkjörstjórn, svo sem fyrir er mælt í 10. grein. Að öðrum
kosti skal henni vísað frá.
13. grein.
Þegar kjörbréf hafa verið afgreidd og úrskurðuð, skal kjósa forseta þing-
sins og tvo varaforseta. í forföllum forseta ganga varaforsetar að öllu leyti í
hans stað, eftir hans ákvörðun.
14. grein.
Að lokinni kosningu embættismanna og almennum umræðum skulu
kosnar starfsnefndir. Að jafnaði skulu eftirfarandi nefndir starfa:
1. Allsherjarnefnd.
2. Búfjárræktarnefnd.
3. Félagsmálanefnd.
4. Fjárhagsnefnd.
5. Framleiðslunefnd.