Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 118
kölluðu pakkalcli og leigð X-25 lína inn á gagnanet Pósts og síma með
fimm sýndarrásum. Sú stund rann því upp fyrir áramót, að greió og ódýr
leið var opnuð fyrir búnaðarsambönd inn í AS/400 tölvuna til þess að geta
flett upp í skýrsluhaldsupplýsingum og jafnvel skráð beint ýmis gögn í
miðlæga gagnasöfnun a.m.k. í nautgriparækt og forðagæslu til að byrja
með.
Einkatölvunet. Einkatölvunet félagsins hélt áfram að stækka og eflast,
og fjölgaði útstöðvum úr 41 í 50, notendum tölvupóstkerfisins í fjarteng-
ingu fjölgaði úr 17 í 57 (notendur alls 101). Nýr SCSI (1200 MB) netdiskur
bættist við þá tvo, sem voru fyrir, þannig að heildardiskapláss er nú (600
MB + 600 MB + 1200 MB) 2400 MB (eða 2,4GB). Ánægjulegt er, að á
árinu tengdist Stéttarsamband bænda við netió, og hafa þá öll bænda-
samtökin á þriðju hæó Bændahallarinnar (nema FB) samtengst í tölvu-
málum, og er það vel. Fyrr höfðu Framleiðsluráð, Upplýsingaþjónustan,
Félag hrossabænda, Landssamband hestamannafélaga og Fagráð bleikju-
framleiðenda tengst tölvunetinu og þar með AS/400 tölvu.
Mikrótölvan hf., sem setti upp tölvunet B.í. á sínum tíma og hefur verið
tölvudeild til aðstoðar með uppbyggingu tölvunetsins, varð gjaldþrota á
árinu. Þessi tíðindi komu undirrituóum algjörlega á óvart, og var þetta
bagalegt. Hins vegar voru engin útistandandi mál milli Mikrótölvunnar hf.
og B.í. og tölvumál í góðu lagi, þannig, aó þessi endalok fyrirtækisins
komu ekki niður á B.í. að neinu leyti. Undirritaður vill þakka fyrir
ánægjulegt samstarf við starfsfólk Mikrótölvunnar hf.
Skömmu eftir gjaldþrotið leitaði B.í. til Tæknivals hf. ti! aó tryggja
aðstoð þess, ef lagfæra þyrfti lagnakerfi tölvunetsins eða aðrar vélbúnaðar-
bilanir kæmu upp. Eftir skoðun á lagnakerfinu voru gerðar nokkrar
endurbætur til þess að gera netió öruggara og hraðvirkara. Jafnhliða var
lögnum fyrir Stéttarsambandið bætt við netið og notaðar til þess Twisted
pair lagnir í stað Coax.
Eftirfarandi nýjum hugbúnaði var komið upp á netmióli: OpusAUt
forritinu fyrir viðskiptamannabókhald og reikningagerð, Lotus cc:Mail
tölvupóstkerfið var uppfært í útgáfu 2.0, cc:Mail Import/Export útgáfa 3.3,
Automatic Directory Exchange útg. 1.0 og Paradox fyrir Windows útg. 1.0.
Mióað við árið 1992 eru þetta litlar breytingar, enda var þá mest af
hugbúnaói uppfært. Á árinu 1994 verður mikill þrýstingur á aó uppfæra
Excel, Word, Paradox og Windows, enda eru komnar nýjar útgáfur allra
þessara forrita á markað.
Hugbúnaðargerð.
Sauðfjárrœkt. Á árinu 1992 hófust viðræður við Hjálmar Ólafsson, bónda
og forritara í Kárdalstungu, um smíði forrits fyrir sauðfjárbændur til að gefa
þeim kost á að vinna skýrsluhald fjárbúsins á einmenningstölvu í tengslum
við hið sameiginlega skýrsluhald sauðfjárræktar á landsvísu. Jónas Jónsson,
112