Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 160
frumvarpinu. Því Iýsir þingið furðu sinni á því, að engu hefur verið
breytt í greininni nú, og vísar að öðru leyti til fyrri gagnrýni.
7. Kafli frumvarpsins um hreindýr er allmikið breyttur til bóta. I samræmi
vió áður sagt um hlutverk veiðistjóra er þó ekki lagt til, að hann segi
fyrir um, hvort og hve mikið skuli veitt af hreindýrum. Minnt skal á
fyrra álit Búnaðarþings um miðstöð hreindýramála á Austurlandi.
8. I 19. kafla hafa verió rýmkuð og nánar skilgreind ákvæði um, hvemig
nytja megi villt dýr, þar sem slíkt telst til hefðbundinna hlunninda. Þetta
er til bóta og æskilegt að hafa slíkt vel skilgreint í lögum. Ófriðun
minks er breyting frá upphaflega frumvarpinu, og sýnist sjálfsagt mál.
Ymsir telja, að hettumáf fjölgi í landinu og hann sé vágestur í mó-
fuglavarpi. Hann ætti því að vera ófriðaður.
9. Búnaðarþing leggur til, að í frumvarpinu verði ákvæði þess efnis, að
umhverfisráðherrra geti að ósk sveitarstjóma, þar sem sérstakar að-
stæður em fyrir hendi á staðbundnum svæðum, lengt friðunartíma grá-
gæsa fram yfir 1. göngur. A öðmm stöðum gæti á sama hátt þurft að
banna skotveiði á ákveðnum svæðum, meðan göngur standa yfir. Þetta
sé í samræmi við lög nr. 6/1986 um fjallskil o.fl. Einnig að ráðherra geti
aó ósk sveitarstjóma bannað fuglaveiðar á sérstökum svæðum, þar sem
fuglalíf er á einhvem hátt sérstætt eða umferð mikil, þannig að hætta
geti stafað af meðferð skotvopna.
10. Sums staðar erlendis tíðkast, að ríkið greiði mönnum skaðabætur vegna
tjóns af völdum villtra, friðaðra dýra. A það skal bent, að slíkt tjón
getur orðið hér á landi, t.d. af völdum ama í æðarvarpi. Einnig er
ágangur stórra álftahópa í ræktarlönd vaxandi vandamál sums staðar.
Þar sem álftinni virðist fjölga, kann þó að vera hægt að taka á þeim
vanda, sem hún veldur, ásamt grágæs, með ákvæði í 7. grein frum-
varpsins. Búnaðarþing leggur hins vegar til, að þar sem ekki em leyfðar
vamir gegn dýrategund, sé ríkissjóði gert að bæta tjón, sem hún veldur.
Búnaðarþing hefur í annað sinn fjallað um þetta fmmvarp, og þrátt fyrir
þörf á lagasetningu um þetta yfirgripsmikla mál telur þingið, að án veru-
legra lagfæringa sé fmmvarpið í núverandi mynd óviðunandi.
GREINARGERÐ:
Til skýringar á töluliðum ályktunar:
1. Þar sem lagt er til að fækka í villidýranefnd í fimm skal bent á, að óþarft
kunni að vera, að veiðistjóri og Náttúruvemdarráð tilnefni menn í nefndina,
þar sem báðir þeir aðilar starfa í tengslum við umhverfisráðuneyti og koma
þannig að þessum málum á margan veg. Ekki þarf að skýra nauðsyn þess,
aó starf nefndarinnar sé sem ódýrast og vafningaminnst.
154