Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 75
hefur komið saman til tveggja funda auk stofnfundarins. Þann 18. október
var fyrsti fundur Fagráðs, og var aðalefni þess fundar undirbúningur
samráðsfundarins, sem var haldinn þann 12. nóvember.
Aðalefni samráðsfundarins voru tvö yfirlitserindi. Annað var um hrossa-
búskap, framleiðslu og markaðsmál, og var það eftir Sveinbjöm Dagfinns-
son, ráðuneytisstjóra í landbúnaðarráðuneytinu. Hitt erindið var eftir Olaf
R. Dýrmundsson, og fjallaði það um beit og vörslu hrossa. Auk þess fluttu
samstarfsaðilar í fagráði stutt ávörp um störf stofnana sinna eða félaga,
tóku þá við almennar umræður og fyrirspumir.
Þann 6. desember kom Fagráð í hrossarækt saman til annars fundar síns,
og var aðalverkefni þess fundar undirbúningur að tillögum Fagráðs um
verk og kostnaðaráætlun fyrir sameiginleg verkefni í búgreininni.
í heild má segja, að starf Fagráósins lofi heldur góðu svona í byrjun.
Ritstörf útgáfa og fjölmiðlatengsl. Hrossaræktin 1992, sem er 8. árg.
ritsins, kom út á sýningardegi Stóðhestastöðvarinnar þann 8. maí, svo sem
að var stefnt, og fór bókin í almenna dreifingu skömmu síðar. Ritið hefur
aldrei verið meira að vöxtum en nú, 314 bls. Hvað ritstörf mín á árinu
varðar að öðru leyti, vitna ég til ritskrárinnar hér á eftir.
Um miðjan apríl var sjónvarpað við mig stuttu viðtali í fréttum ríkis-
sjónvarpsins í tilefni af smíði á nýju íslensku stangarmáli, sem Höskuldur
Hildibrandsson, vélsmiður, smíðaði og hannaði í samráði við okkur hrossa-
ræktarráðunauta.
I september tóku Gunnar Gunnarsson, ritstjóri Hestsins okkar, og
Anders Hansen, blaðamaður, við mig viótal fyrir Hestinn okkar. Viðtalið,
sem var langt og ýtarlegt, fjallaói fyrst og fremst um heildarsjónarmið og
meginatriði viðvíkjandi starfinu. Því miður valdi ritstjóri Hestsins okkar
viðtalinu heldur óheppilegt nafn án alls samráðs við mig og hafa eflaust
sölusjónarmið ráðið vali nafnsins.
A árinu hafði ég auk þessa allnokkuð af blaðamönnum að segja og þá í
tenglsum vió ýmsa atburði í starfinu sérstaklega viðvíkjandi dómum.
Samskipti við útlönd. A árinu jukust samskiptin við útlönd. Við Islend-
ingar tóku þátt í kynbótasýningu Heimsleikanna á íslenskum hestum eins
og fram hefur komió hér framar. Við Víkingur Gunnarsson störfuðum að
kynbótadómum á Heimsleikunum, og sá ég um val íslenskum kynbóta-
hrossanna ásamt meó Þorkeli Bjamasyni. Aður en Heimsleikamir hófust,
sóttum við Víkingur Gunnarsson ráðstefnu kynbótadómara, og að loknum
Heimsleikunum sat ég aðalfund FEIF ásamt Guðmundi Jónssyni, formanni
Landssambands hestamannafélaga. Hvarvetna verður vart við auknar
undirtektir við sjónarmið okkar Islendinga viðvíkjandi kynbótamálum, en
andstaða Þjóðverja er augljós og ómálefnaleg.
Á árinu hef ég haft milligöngu um útvegun íslenskra kynbótadómara ti!
dómsstarfa erlendis, en ein „íslensk héraössýning á erlendri grund“ var
69