Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 268
Blendingsskrokkarnir voru með 2,2 kg meiri mör en þeir íslensku, en
munurinn var ekki marktækur. Aftur á móti var háraunhæfur munur á milli
kynja og voru kvíguskrokkarnir með mun meiri mör, sérstaklega nýrnamör.
Marktækur munur var á lifrarþyngd og þyngd húðar bæði milli blendinga
og alíslenskra og milli kynja (p< 0,01). Að meðaltali vógu lifrarnar 5,6 kg í
blendingunum en 4,7 kg í þeim alíslensku, samsvarandi mál fyrir nýrun
voru 0,84 kg og 0,73 kg.
Samanburður á kjöteiginleikum gripanna er sýndur í töflu 15.
Málin voru þessi (sjá mynd 2):
T: Lengd lærleggjar með hækli.
F: Lengd frá hækilbrún að lífbeini.
B: Þykkt á bakvöðva.
C: Fituþykkt á baki milli 12. og 13. rifbeins.
D: Fituþykkt á miðju baki milli 12. og 13. rifbeins.
H: Þykktálæri.
Engin marktækur munur var á T-máli hvorki milli blendinga og íslenskra
eða milli kynja. Lengd frá hækilbrún að lífbeini (F) var 73,8 mm hjá
blendingunum, en 70,5 mm hjá íslensku gripunum. Munurinn er háraun-
hæfur (p<0,001). Einnig voru þessi mál lengri hjá uxunum (74,1 mm) en
hjá kvígunum (70,2 mm) og var munurinn einnig háraunhæfur (p<0,001).
Raunhæfur munur var á þykkt bakvöðva (B) og á læraþykkt (H) milli
blendinga og alíslenskra. Hjá Galloway gripunum var bakvöðvaþykktin
67,6 mm og læraþykktin 21,8 sm, en samsvarandi mál hjá íslensku
gripunum var 58,2 mm og 19,1 sm. Ekki var raunhæfur munur milli kynja.
Mæld fita utan á skrokkunum (fitumál C og D) var meiri og jafnari á
blendingsskrokkunum en á þeim íslensku. A Gallowayskrokkunum var
fitumál C 7,5 mm og D málið 7,1 mm. Samsvarandi mál hjá þeim íslensku
var 5,4 mm og 4,0 mm. Munurinn á þessum flokkum er háraunhæfur og
einnig milli kynja.
Lengi hefur verið vitað að litur kjötsins tengist bragðgæðum þess. Kjöt
dökknar með hækkandi aldri og aukinni áreynslu. Auk þess hafa kyn,streita
og fóður áhrif. í þessari rannsókn var liturinn á þverskurði bakvöðva
metinn með litaspjaldi sem hafði 12 mismunandi litarbrigði. Litur 1 var
mjög ljóst kálfakjöt og dekksti liturinn 12 var litur kjöts af fullorðnu nauti.
Meðalstigagjöf fyrir lit reyndist vera 7,86. Blendingskvígurnar voru með
dekksta kjötið, en íslensku kvígurnar ljósast. Ekki var raunhæfur munur á
lit kjötsins þó að blendingarnir væru nærri með raunhæft dekkra kjöt.
William Dinusson prófessor frá St. Paul sem staddur var á íslandi um
þessar mundir var fenginn til að gæðaflokka skrokkana. Studdist hann
við ameríska kerfið sem metur kjötið í 10 flokka. Á ensku heita þeir :
262