Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 179
GREINARGERÐ:
Nú síóustu misserin hefur verið í gangi umræða og nokkrar tilraunir á út-
flutningi á landbúnaðarvörum. Nú beinist þetta að útflutningi á vistvænum
afurðum, og telja verður, að þama séu raunhæfir möguleikar á ferö. Þetta er
allt annað viðhorf en þegar samið var um afnám útflutningsbóta í áföngum
1985. Þær forsendur, sem þá voru lagðar til grundvallar þeirri ákvörðun,
hafa ekki staðizt. Nægir að nefna loðdýrarækt og ýmis önnur at-
vinnutækifæri í sveitum, sem ekki hafa náðst. Þá er flestum að verða ljóst,
að innlend frumframleiðsla landbúnaóarvara er undirstaða atvinnu fjölda
fólks í þéttbýli um allt land. Ljóst er, að sá samdráttur, sem orðinn er nú
þegar í frumframleiðslu, er verulegur orsakavaldur að því atvinnuleysi, sem
oröið er.
íslendingar geta ekki lifað í þessu landi sem sjálfstæð þjóð, ef ekki verð-
ur um innlenda verðmætasköpun að ræða. Sumir ráðamenn þessarar þjóðar
virðast vera famir að átta sig á þessum einföldu staðreyndum, samanber
hugmyndir um stuðning við innlendan skipaiðnað. Fyrir því má færa veru-
lega sterk rök, að framtíð okkar liggi í matvælaiðnaði.
Því þarf nú að fá myndarlegan fjárstuðning til þess starfs, sem nú er
hafið viö að markaðssetja íslenzkar landbúnaðarafurðir erlendis. Verði ekki
nú þegar bmgðizt við, munum við tapa gullnu tækifæri. Hér er því á ferð
eitt stærsta hagsmunamál þjóðar okkar í dag.
Mál nr. 32
Álit nefndar, sem unnið hefur að athugun á sameiningu Búnaðarfélags
íslands og Stéttarsambands bœnda.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 23 sam-
hljóða atkvæóum eftir að breytingartillaga Magnúsar Sigurðssonar á þing-
skjali nr. 91 hafði verið samþykkt.
Búnaðarþing hefur haft til umfjöllunar álit nefndar Búnaðarfélags ís-
lands og Stéttarsambands bænda, sem unnió hefur að athugun á sameiningu
þessara félaga.
Þingið ályktar að fela stjóm Búnaðarfélags íslands aó vinna áfram að
framgangi málsins á vegum nefndarinnar og bendir í því sambandi á eftir-
farandi:
1. Búnaðarsamböndum og búgreinasamböndum verði send fyrirliggjandi
gögn um málið til kynningar og óskaö athugasemda þeirra og ábendinga.
2. Fram fari könnun á fjárhagslegum ávinningi sameiningarinnar.
3. Efnt verði til skoðanakönnunar meðal bænda, hvort Búnaðarfélag ís-
lands og Stéttarsamband bænda skulu sameinast undir eina yFirstjóm.
173