Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 162
um geta aðstæður verið þannig, að mönnum sé hætta búin í göngum,
þegar skyggni er slæmt, en skotmenn að veiðum.
10. Sé æðardúnn í háu verði, geta skakkaföll og röskun á varpi valdið tilfinn-
anlegu tjóni. Örn er alfriðaður, en er vandamál að þessu leyti, einkum við
Breiðafjörð. Margir hafa orðið fyrir skaða af hans völdum á liðnum árum,
stundum mjög tilfinnanlegum, en þar sem þeim er bannað að verja hendur
sínar, hafa verið uppi kröfur um bætur. Full ástæða sýnist til að taka á því
máli í sambandi við þá lagasetningu, sem hér er undirbúin. Þá er ljóst, að
annar alfriðaður fugl veldur vaxandi vanda, þar sem álftin á til að leggjast
tugum og jafnvel hundruðum saman á tún bænda. Þeim vanda má þó mæta
á fleiri vegu en með bótagreiðslum, ef rétt er, að álftastofninn sé í miklum
vexti og þoli þá veiði og aðrar aðgerðir til að hrekja hann af ræktarlöndum.
Mál nr. 8
Erindi Landssambands kúabœnda um leiðbeiningaþjónustu í nautgriparœkt.
Málinu var vísað til búfjárræktamefndar, en fjárhagsnefnd tók við mál-
inu efnislega og tekur tillit til þess í fjárhagsáætlun félagsins.
Mál nr. 9
Frumvarp til laga um stofnun hlutafélags um Áburðarverksmiðju ríkis-
ins, 199. mál 117. löggjafarþings.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 17 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing hefur öðru sinni haft til umsagnar frumvarp til laga um
stofnun hlutafélags um Aburðarverksmióju ríkisins.
Þingið ítrekar áherzlu sína á, að Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi verði
áfram sköpuð rekstrarskilyrði til þess að framleiða þær áburðartegundir,
sem henta íslenzkum aðstæðum.
Þingið varar alvarlega við hugmyndum um sölu hennar, eins og sakir
standa.
Verði Áburðarverksmiðju ríkisins breytt í hlutafélag, eins og frumvarpið
gerir ráð fyrir, leggur Búnaðarþing áherzlu á, að inn í lögin komi skýr
ákvæði um, að Alþingi kjósi félaginu stjóm.
Komi til álita, að ríkið selji hlutabréf sín, er þaö krafa Búnaðarþings, að
Alþingi fjalli um þá sölu.
Búnaðarþing lítur svo á, að eftir samþykkt samningsins um Evrópska
efnahagssvæðið (EES) byggist framtíð Áburðarverksmiðju ríkisins m.a. á
eftirfarandi atriðum:
1. að sala Aburðarverksmiðjunnar dragist ekki saman frá því, sem nú er.
156