Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 283
lét af störfum hjá Búnaðarfélagi íslands. í umslaginu var einnig blað, sem
Klemenz Kr. Kristjánsson, þá lilraunastjóri á Sámsstöðum, hafði sent
honum um þunga 7 nautgripa, sem slátrað hafði verið þaðan 21.7.1939.
Voru 5 þeirra undan Brjáni, eina óblandaða (hreinræktaða) Galloway naut-
inu, sem fæðzt hefur á Islandi, en Grettir var kominn út af því.
Fyrir þá lesendur tilraunaskýrslunnar, sem þekkja ekki sögu Brjáns, skal
greint frá uppruna hans. Hann fæddist 3. jan. 1934 í Þerney og var undan
Galloway kvígu, sem llutt var inn kálffull sumarið 1933 ásamt nokkrum
öðrum holdagripum (sjá 2. bindi afmælisrits Búnaðarfélags Islands 1988,
bls. 577-579).
Klemenz á Sámsstöðum var landskunnur tilraunamaður, og hélt hann
áfram mælingum og skýrsluhaldi yfir gripina, en þeir elzlu voru fæddir í
Gunnarsholti og fluttir ásamt Brjáni að Sámsstöðum 1936. Af þeim gripum,
sem slátrunarskýrslan nær yfir, voru fjórir (ein kýr og þrjú naut) undan
Brjáni og íslenzkum kúm, ein kvíga undan Brjánsdótturinni og honum (3/4
Galloway) og tvö alíslenzk naut. Líklegt ntá telja, að öll nautin hafi verið
gelt. Kýrin og elzta nautið (hálfblendingar) voru 44 mán. gömul við slátrun.
Vó kýrin 334 kg á fæti, fallprósenta 44,6, en nautið 358 kg, fallprósenta
43,3. Næslu gripir í aldursröð voru íslenzku nautin, 31 og 30 mán. Vó hið
eldra 280 kg og var með fallprósentu 42,1, en hið yngra 270 kg með 42,2
fallprósentu. Yngri hálfblóðssynir Brjáns voru 20 mán. og 19 mán. Vó sá
eldri 204 kg og var með 41,6 fallprósentu, en hinn yngri 223 kg með 43,1
fallprósentu. Kvígan, sem var undan Brjáni og dóttur hans (3/4 Galloway),
var 15 mánaða, þegar slátrað var. Vó hún 132 kg á fæti, og var fallpró-
sentan 44,0. Síðar átti að senda yfirlit yfir l'óðrið, sem hver gripur fékk, en
það var ekki með þessum gögnum. Ekki verða hér dregnar ályktanir af
þessum tölum, heldur er frá þeim greint hér, þar sem mér er ekki kunnugt
um þunga á öðrum sonum og dætrum Brjáns, sem kynnu þó að vera í
kúaskýrslum Hvanneyrarbúsins, en þar var Brjánn síðari ár sín. Hér skal á
það bent, að íslenzkar kýr voru mun léttari fyrir 60 árum en nú og víðast
livar á landinu holdntinni.
Síðan tilraunin, sem greint er frá í þessari skýrslu, var gerð fyrir þriðj-
ungi aldar, hafa markverðar breytingar á íslenzka kúakyninu verið örari en
áður. Auk stækkunar hefur vaxtarlag batnað og holdsemi aukizt.
277