Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 256
Nautkálfar í A-flokki vógu að meðaltali 34,75 kg, en kvígukálfarnir
33,75 kg. í B-flokki vógu nautkálfarnir 31,5 kg, en kvígurnar 28,62 kg.
Fæðingarþungi Gallowayblendinganna (A) reyndist vera 34,2 kg og var
hann raunhæft þyngri en hjá Islendingunum (B) sem var 30,1 kg. Munur á
nautkálfum og kvígukálfum var aftur á móti ekki raunhæfur (p> 0,05).
Meðalþungi Gallowayblendinganna var í lok tímabilsins 196,6 kg, en
íslendinganna 169,3 kg. Meðalþungi uxa var 194,3 kg, en kvígna 171,6 kg.
Meðalþyngdaraukning uxa í A-flokki var 742 g/dag, en kvígna 691 g/dag.
Samsvarandi fyrir B-flokk var 684 g/dag og 591 g/dag.
Munur á vaxtarhraða kynþátta var raunhæfur (p<0,05). Einnig var
vaxtarhraði uxa raunhæft meiri en kvígna (p<0,05). Kálfarnir í A-flokki
þyngdust að meðaltali um 162,4 kg yfir veturinn og fengu að meðaltali
623,7 Fe. (Sjá töflu 3). Fóðurnotkun þeirra á kg þyngdarauka hefur því
verið 3,84 Fe. Kálfarnir í B-flokki þyngdust ekki eins mikið eða um 132,2
kg hver að meðaltali og átu 575,2 Fe. Fóðureyðsla þeirra var því 4,13 Fe/kg
þyngdarauka eða 7% meira en A-flokks kálfanna.
b. Sumarið 1959.
Hinn 19. júní voru kálfarnir látnir út og beitt fyrstu þrjá dagana á tún, en
hafðir inni um nætur og gefið þurrhey með. Hinn 22. júní voru þeir reknir á
úthaga sem þeir gengu á til 3. september.
Heildarstærð beitilands þessa sem lá meðfram Ölfusá var 33,8 ha.
Mestur hluti bithaganna var valllendi, 29,5 ha, vaxið snarrót og öðrum
heilgrösum, en hálfdeigjur og mýrar, vaxnar að mestu hálfgrösum náðu yfir
4,3 ha. Áburður var borinn á 5,6 ha valllendis 20. júní. Áburðarmagnið var
alls 100 kg kjarni, 150 kg þrífosfat og 80 kg kalí.
Fóðursalt var sett upp í kassa í girðingunni, svo að kálfarnir höfðu að því
frjálsan aðgang. Hinn 3. sept. var beitiland þetta orðið svo bitið, einkum
þau svæði, sem vaxin voru heilgrösum, að nauðsynlegt þótti að bæta 8 ha
valllendis við beitilandið. Hinn 22. sept. var allt valllendið orðið nauðbitið,
svo að kálfarnir voru fluttir þaðan og beitt á tún í nokkra daga, en síðan á
annan úthaga, þar sem þeir gengu til 17. okt. er þeir voru teknir á hús.
Hinn 22. sept. voru kálfarnir vigtaðir, en þá höl'ðu þeir verið á úthaga í
95 daga. I töflu 5 er sýndur meðalþungi þeirra þá og meðalþyngdaraukning
í g/dag yfir sumarið.
250