Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 30
vinnu í undirbúning aö þessu verki. Því veröur væntanlega haldiö áfram á
árinu 1994, en vinna við þaö liggur niöri um sinn, meðan kannað er, hvort
aðrir valkostir, sem til greina koma, duga.
Búnaðarfélag Islands mun á næsta ári gefa út nýja bók um jarðvegsfræði
eftir Þorstein Guðmundsson. Ég hef ásamt Ottari Geirssyni lesið handrit að
þessu verki og tekið þátt í undirbúningi að umfangi þess.
A s.l. vori kenndi ég í tvo daga um framræslu við Búvísindadeildina á
Hvanneyri.
Ég sat í undirbúningsnefnd Ráðunautafundar 1993, en fundurinn var
haldinn 9.-12. febrúar í Bændahöllinni, og var efni hans m.a. tengt
umhverfisvænum búskap auk þess að greina frá ýmsum tilraunaniður-
stöðum í búfjárrækt og jarðrækt.
A Búnaðarþingi var ég aðstoðarmaóur umhverfisnefndar auk þess að
fylgjast með störfum þingsins eftir föngum.
Eins og undanfarin ár hef ég setið í stjóm skorar VIII hjá NJF og sótt þar
stjómarfundi. Ég hef starfað sem gjaldkeri í stjóm Islandsdeildar NJF og
tekið þátt í undirbúningi samtakanna að aðalráðstefnu NJF, sem verður á
Islandi í júnílok 1995, en talsverð vinna er þegar hafin varðandi
undirbúning allan. Þá sótti ég ráðstefnu á vegum NJF í Kaupmannahöfn s.l.
haust, sem tengd var sjötíu og fimm ára afmæli NJF-samtakanna.
Hlunnindi.
Æðarrœkt. Aó venju ferðaðist ég talsvert s.l. vor og sumar bæði til
æðarbænda og annarra hlunnindabænda, en að þessu sinni var aðallega
farið um Vestfirði og Strandir auk þess að koma við annars staðar eftir því,
sem tilefni var til, en alls kom ég á um 70 staði. Með ferðum þessum gefst
tækifæri til að kynnast aðstæðum hvers og eins ásamt því að koma
einhverjum fróðleik til þeirra, sem þess óska. Varp leit víðast hvar vel út á
þessu svæði, en þrátt fyrir kulda var tíóarfar um margt hagstætt - fremur
þurrt og ekki mikið um rok. Oveðurskafli um og upp úr miðjum maí gerði
einhvem óskunda, en víðast var varp ekki komið það mikið af stað, að um
skaóa aó ráði væri að ræða. Þótt afleiðingar grútarmengunarinnar á
Ströndum sumarið 1991 væru enn augljósar á nokkrum bæjum í Stranda-
sýslu, þá er varp aftur farið aó koma til víða, þar sem tjón varð. Þess má
geta, að Bjargráðasjóður hefur samþykkt bætur til nokkurra aðila, sem fyrir
þessu urðu, og þótt þær séu ekki háar, eru þær þó um leið viss viður-
kenning á stöóu manna í áföllum sem þessum. Eftir því sem best er vitað,
þá má heita, að varp hafi gengió mjög vel um land allt s.l. vor, tíðarfar var
víðast hagstætt og dúnnýting góð.
Kynningarstarf í fjölbreyttu formi er býsna tímafrekur þáttur starfsins.
Þar eru fastir lióir að sitja alla stjómarfundi Æðarræktarfélags íslands og
24