Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 216
6. Bændur og aðrir þeir, sem kosningarétt hafa, hafa rétt til að bera fram
kjörlista. Þurfa að lágmarki annað hvort 15% eða 30 félagsmenn, sem
atkvæðisrétt hafa í búnaðarsambandi, að styðja lista þar, sem kosinn er
einn fulltrúi. I þeim búnaðarsamböndum, sem kjósa fleiri en einn
fulltrúa, þurfa annað hvort 15% eða 60 félagsmenn, sem atkvæðisrétt
hafa, að styðja lista.
Kjörlisti skal berast stjórn búnaðarsambands tíu dögum fyrir full-
trúafund, og skal hann tilkynntur fulltrúum með minnst finrm daga
fyrirvara fyrir fundinn með sama hætti og greinir í 1. tl. Vilji fulltrúar á
fulltrúafundi bera fram kjörlista, þarf að lágmarki 1/4 hluti þeirra að
standa að slíkum lista.
7. Fari fram almenn kosning á þingfulltrúum, sbr. 2., 3. eða 5. tl., er stjórn
búnaðarsambands kjörstjórn, og sér hún um undirbúning kosninga,
ákveður kjördag, tilgreinir kjördeildir og kjörstaði, skipar undir-
kjörstjórnir, ef um fleiri en einn kjörstað er að ræða, og sér um að
auglýsa kosningarnar með tryggilegum hætti. Skal kjörstjórn sjá um að
gera kjörseðla og dreifa þeim í kjördeildir, úrskurða kjörskrá, en í
upphafi hvers fulltrúafundar skal Iiggja frantmi félagatal, eins og það
var I. júní 1994, og skulu koma fram athugasemdir við það á
fulltrúafundinum. Komi engar athugasemdir fram, lelst félagatalið
löglegt.
Kjörfundur má eigi standa skemur en í fimm klukkustundir nema allir
þeir, sem eru á kjörskrá, hafi greitt atkvæði. Um kosningu á kjörstað
og meðferð atkvæða gilda almennar reglur laga um kosningar til
Alþingis. Talning atkvæða skal fara fram eins fljótt og við verður
komið, þegar atkvæði hafa borist frá undirkjörstjórnum, en þær skulu
þegar að loknum kjörfundi senda kjörstjórn kjörgögn með tryggilegum
hætti. Kjörstjórn tilkynnir yfirkjörstjórn, sbr. 10. grein, um úrslit
kosninganna að lokinni talningu.
9. grein.
Kosning þingfulItrúa frá búgreinafélögum eða búgreinasamböndum skal
fara fram á aðalfundum þeirra eða sérstökum aukafundum eftir því, sem
nánar segir í samþykktum þeirra.
10. grein.
Kosningu á þingfulltrúuni skal vera lokið eigi síðar en 10. desember
1994. Stjórnir Búnaðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda skulu, eigi
sfðar en 10. september 1994, skipa þriggja ntanna yfirkjörstjórn, sem skal
hafa yfirumsjón með kosningu þingfulltrúa. Skipar stjórn Búnaðarfélagsins
einn yfirkjörstjórnarmann og stjórn Stéttarsambandsins annan, en formaður
210