Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 106
að bændur hafi ekki áttaó sig á, að þeir eiga nú meira val en áður á því,
hversu hratt þeir fyrna eignir. Tap fyrnist nú á fimm árum. Veikindi mín
ullu nokkrum töfum á því, að þessum breytingum væri lokið á tilsettum
tíma. Utgáfa 2.0 af Búbót var send út í byrjun mars, og nokkuð margir
notendur kvörtuðu yfir því, að það væri of seint. Einnig tafði það
útsendingu til bænda með eldri gerð af tölvum, að forritið er nú orðið
allviðamikiö, og eldri gerðir af tölvum réðu ekki við allar viðbætur. Það
varð að ráói að gera einfaldari útgáfu fyrir eldri geró af tölvum. Notendur
þurftu töluverða aóstoó, þar sem tölvur voru illa stilltar, einkum með tilliti
til þess, hvemig þær nýta minnið. Það féll því í hlut Ingólfs Helga að sinna
einstökum bændum í meiri mæli en áður.
Af spumingarlista, sem sendur var út til notenda í júní, má ráða, að
notendur séu almennt ánægðir með forritið Búbót. Uppjör á landbúnaðar-
framtali fymingarskýrslu og fylgiblöóum og fleira fylgir Búbót og er
mjög vinsælt.
I Ijósi þessa og þeirrar gagnrýni, sem notendur létu í Ijós um seinagang
í nýjum uppfærslum, var fundað um þessi mál stuttu eftir, að ég hóf störf
að nýju. Flestir voru á þeirri skoóun, aó nú væri tímabært að færa frekari
forritaþróun til Búnaðarfélagsins og hætta verktakakaupum. Ég var
nokkuð smeykur við þá ætlan, en að betur íhuguðu máli féllst ég á þessa
breytingu, ekki síst þar sem nokkurrar gagnrýni gætti með þjónustu
Búnaðarfélagsins, þegar ég veiktist. Nokkuð er misjafnt, hversu vel
búnaðarsamböndin þjóna notendum, og því er nauðsynlegt, að til staðar
sé þekking hjá Búnaðarfélaginu til að sinna þeim þætti.
Auglýst var eftir forriturum, og Valdimar Tryggvason, kerfisfræðingur,
sem er einn aóalhöfunda Jarðabókarinnar, var ráðinn til að annast forritun
í áætlanagerð. Hann hóf störf um miðjan desember. 011 áætlanagerð hefur
verió í töflureikni fram að þessu. Forritið Búhagur, sem vió Gunnlaugur
Júlíusson smíðuðum fyrir búnaóarhagfræðinámskeið að Hvanneyri 1985,
hefur nú verið í notkun í átta ár og tími til kominn að endumýja það og
betrumbæta. Nú er ætlunin að gera áætlanaforrit, sem jafnframt yrði
handbók með flestum töflum, sem þarf til slíkra áætlana. Að loknu þessu
verki fer Valdimar til tölvudeildar. Þráinn Vigfússon , tölvunarfræðingur,
var einnig ráðinn til að taka við þróun og viðhaldi á Búbót auk þess að
búa til samanburðarforrit. Hann hóf störf í byrjun nóvember og vann þá
að greiningu á samanburðarforritinu. Hann mun jafnframt aðstoða
notendur Búbótar, einkum við lausn á tæknilegum vandamálum, sem
búnaðarsamböndin ráða ekki við. Ég geri mér vonir um, að Þráinn verói
ráðinn mér til aðstoðar áfram, bæði til þess aó létta af mér þjónustu við
notendur og frekari þróunarvinnu á búnaðarhagfræðisviðinu, enda hefur
Búnaðarþing margsinnis sent frá sér ályktun um aukningu á hagfræði-
leiðbeiningum.
100