Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 181
Búnaðarsamband Kjalamesþings,
Búnaðarsamband Borgarfjarðar,
Búnaðarsamband Snæfellinga,
Búnaðarsamband Dalamanna,
Búnaðarsamband Vestfjarða,
Búnaðarsamband Strandamanna,
Búnaðarsamband Vestur-Húnavatnssýslu,
Búnaðarsamband Austur-Húnavatnssýslu,
Búnaðarsamband Skagfirðinga,
Búnaðarsamband Eyjafjarðar,
Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga,
Búnaðarsamband Norður-Þingeyinga,
Búnaðarsamband Austurlands,
Búnaðarsamband Austur-Skaftafellssýslu,
Búnaöarsamband Suðurlands,
Félag eggjaframleiðenda,
Félag ferðaþjónustubænda,
Félag hrossabænda,
Félag kjúklingabænda,
Landssamband kartöflubænda,
Landssamband kúabænda,
Landssamtök sauðfjárbænda,
Samband garðyrkjubænda,
Samband íslenzkra loðdýraræktenda,
Svínaræktarfélag íslands,
Æðarræktarfélag íslands.
Búnaðarþing skal staðfesta aðild og samþykktir nýrra aðildarfélaga, en
stjóm staðfestir breytingar á samþykktum.
Ekki geta nema ein samtök á hverju svæði eða í hverri búgrein verið
aðilar að bændasamtökunum.
Bóndi er sá, sem stundar hvers konar búrekstur sem umtalsverðan hluta
af sinni tekjuöflun. Búrekstur telst hvers konar búfjárrækt, jarðrækt, skóg-
rækt, garðrækt, ylrækt, sem stunduð er til tekjuöflunar, svo og ræktun og
veiðar vatnafiska, nýting hlunninda og þjónusta á lögbýlum, er nýtir gæði
jarðar eða aðra framleiðslu landbúnaðar í framangreindum tilgangi.
Allir bændur á starfssvæði búnaðarsambands skulu eiga rétt til að vera
félagar gegnum búnaðar- eða búgreinafélög eða með beinni aðild, þar sem
slík félög em ekki starfandi.
Maki eða sambúðaraðili bónda eða búvöruframleiðanda á rétt á að vera
félagi með fullum félagsréttindum og skyldum.
175