Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 172
hvaða hætti þau geti komið á aukinni og markvissari rekstrarráðgjöf hjá
bændum en verið hefur.
Markmið þessarar rekstrarráðgjafar verði m.a. að leiðbeina um eftirfarandi:
1. hvaða möguleika bóndinn hefur á því að ná betri afkomu í búrekstrinum
með hagræðingu, auknum spamaði og betri nýtingu á fjármagni.
2. að gera rekstraráætlanir til nokkurra ára í þeim tilgangi að meta þá
möguleika, sem viðkomandi hefur í búrekstrinum, öðrum atvinnu-
rekstri, öflun launatekna utan bús o.fl.
3. að leggja mat á niðurstöður slíkra áætlana, kynna það hlutaðeigandi og
veita ráðgjöf á grundvelli þeirra.
Þingið leggur áherzlu á, að hraðað verði gerð forrita og annarra gagna,
er með þarf, og útvegun á fjármagni til búnaðarsambandanna til þessa
verkefnis.
Mál nr. 19
Tillaga til þingsályktunar um eflingu laxeldis, 325. mál 117. löggjafar-
þings.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 22 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaóarþing leggur til, að Alþingi samþykki þingsályktunartillöguna
efnislega, en bendir á eftirfarandi atriði:
a. Brýnt er að tryggja alfarió, að afkomendur erfðaefnis erlendis frá sleppi
ekki út úr eldisstöðvum hérlendis.
b. Nú þegar er bleikjueldi orðið atvinnuskapandi í sveitum landsins. Sú
búgrein virðist geta hentað vel á einstökum býlum sem aukabúgrein, og
því brýnt að auka megi þá starfsemi.
c. Nauðsynlegt er, að þingsályktunin verði orðuð svo, aó afdráttarlaust sé,
að hún eigi bæði við um lax- og silungseldi.
Mál nr. 20
Frumvarp til lyfjalaga. Lagtfyrir Alþingi á 117. löggjafarþingi 1993.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 14 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing hefur athugað frumvarp til lyfjalaga og gerir ekki athuga-
semdir við frumvarpið að öðru leyti en því, að í 40. gr. er ekki ljóst, hvort
ætlazt er til, að hámarksverð sé ákveðið á öll dýralyf eða aðeins þau lyf-
seðilsskyldu.
Búnaðarþing leggur til, að tekin séu af öll tvímæli um þetta með eftir-
farandi breytingum á 39. og 40. gr.:
166