Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 177
Sú málsgrein, sem bætist viö 6. grein, er til að skerpa á, aö þetta eftirlit
geti verið sem virkast.
í gildandi lögum er eftirliti því, sem þetta lagafrumvarp fjallar um, sinnt
af eftirlitsdeild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, sem lýtur yfirstjóm
landbúnaðarráðherra. í Rannsóknastofnun landbúnaðarins er mikil þekking
og reynsla á þessum málum.
Við tilkomu aðfangaeftirlitsins sem sérstaks embættis í stjómsýslunni
getur Rannsóknastofnun landbúnaðarins unnið eftir sem áður þau rann-
sóknaverkefni, sem eftirlitið þarf að láta vinna.
Þess vegna má ætla, að þessi breytta skipan leiði ekki til aukins kostn-
aðar og óhagræðis.
Mál nr. 28
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 4711971
með síðari breytingum, 411. mál 117. löggjafarþings 1993-1994.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 15 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing telur, að í því frumvarpi, sem liggur fyrir Alþingi um breyt-
ingar á náttúruvemdarlögum, sé stjómum náttúruvemdarmála settur of
þröngur rammi, þar sem þeim aðilum, sem í raun fara með stærstan þátt
land- og náttúmvemdar, þ.e. bændum og samtökum þeirra, er ekki ætlað að
koma að stefnumótun í landvemdarmálum.
Nýting lands og náttúru er það fjölþætt, að þar þurfa sjónarmið sem
flestra að koma fram.
Búnaðarþing dregur í efa, að þörf sé á sérstakri ríkisstofnun með sérskip-
aðri stjóm til að annast landvörzluna, þar sem með því eykst enn yfirstjóm
og kostnaður, en bendir á, að einfaldara væri, að þetta yrði deild innan
Náttúmvemdarráðs með sérstaka skrifstofu.
Verði frumvarpið að lögum, er lagt til, að eftirfarandi breytingar verói
gerðar á því:
1. 12. gr. verði bætt inn búnaðarsamtökunum sem samráðsaðila.
2. í 4. gr., þar sem skipan stjóma Landvörzlu ríkisins er skilgreind, komi
fulltrúi búnaðarsamtakanna í stað fulltrúa Ferðamálaráðs.
3. í 9. gr. þarf að skilgreina nánar, með hvaða hætti náttúruvemdamefndir
í héruðunum em skipaðar og á hvem hátt þær tengjast búnaðarsamtök-
um á hverju svæði.
4. 10. gr. Eðlilegt mætti ætla, að náttúmvemdamefndir héraðanna fengju
aukið vægi á Náttúruvemdarþingi með fjölgun fulltrúa í 3-4 frá hverri
nefnd.
5. 11. gr. í skipan Náttúruvemdarráðs er skilyrt, að 2 af 9 meðlimum
171
L