Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 64
en margir, góóir folar á öllum aldri fara samt úr landi. Séu samböndin svo
vel á verði og gæti síns hlutar, er ekki nema gott um það að segja, að
stóðhestar, hátt dæmdir, seljist til útlanda. Það versta er, að flestir þeirra
fara á litlu verði, sem illa sæmir kynbótagripum. Mikið framboð orsakar
lágt verð nema markaðurinn þenjist út. Og víst eru miklir möguleikar,
heimurinn er stór, en ræktun íslenska hestsins er líka stunduð í stórum stíl
erlendis. Ekki er vafi á, að hrossafjöldinn í landinu gerir ræktendum
sjálfum skaða svo og landinu, sem þolir ekki ótakmarkað álag.
Heimssýningin Equitana í Essen í Þýskalancli 6.-14. mars. Jónas,
búnaðarmálastjóri, lagöi eindregið til, aó ég færi á sýninguna, en ég hafði
áætlað námskeiðsferð til Þýskalands fyrr eða s.h. febrúar. Varð aó ráði, að
vió hjón komum til Essen til móts við 9 manna hóp ráðunauta og kennara i
búfjárfræðum hér heima. Ferðin var styrkt af Framleiðnisjóði, og þangað
var að lokum send skýrsla um viðburði og Iærdóm, er að sýningunni laut.
Forysta hópsins var í höndum okkar Víkings Gunnarssonar, aðallega þó
hans, sem sá um undirbúning hér heima. Ferðin var mjög Iærdómsrík og
skemmtileg og góðir ferðafélagar. I stórum dráttum sagt fannst mér tvennt
aðallega til umhugsunar fyrir okkur vegna hrossaræktar hér heima: 12
tölthestakyn voru sýnd þama á Equitana, flest að vísu léleg, en samt til
þess að minna okkur á að vanda ræktun tölts í hrossum okkar, samkeppnin
er fyrir hendi. Annað er, aó flest hrossakyn hafa mun fínni og glæsilegri
hálsbyggingu en okkar hross hafa, og að því máli þarf að hyggja eins og
raunar lengi hefur verið reynt. Hálsbygging, sem er grönn og falleg með
góða reisingu, eru bestu byggingarþættir til að draga hestafólk að
durgunum okkar.
Námskeiúahald í Þýskalancli um sköpulag hrossa. Við hjón fórum tvær
ferðir í þessu augnamiói, sú fyrri var s.h. febrúar í framhaldi af ferð til
Essen, eins og fyrr segir. Seinni ferðin var farin í nóvember. Frumkvöðull
að námskeiðahaldinu er Angantýr Þórðarson, tamningamaður, er búið
hefur ytra í 4 ár og kynnst mörgu hestafólki þar. Ahugi þess er mikill á
íslenska hestinum, og því kviknaði hugmyndin að námskeiðum. Alls voru
haldin 4 námskeið, og milli 70-80 manns sóttu þau, og finnst mér hafa
verið geróur góður rómur að. Námskeiðin voru haldin í Welle (2)
Kaufungen við Kassel og í Saarschelle í Saarlandi rétt við Frakkland.
Auðvelt er að finna hinn mikla áhuga þess fólks, sem á hestinn okkar sér til
skemmtunar, svo og þeirra býsna mörgu, sem eru beinlínis að rækta hann.
Því eru leiðbeiningar þakksamlega þegnar og ekki síst allt, sem kemur frá
móðurlandi hestsins. Er ljóst, að slík tengsl eru til að auka viðskipti og
þekkingu á okkar ræktun og framleiðslu og kemur okkur til góða. Þessum
áhuga til frekari sönnunar má minna á, að erlendir íslandshestaeigendur
koma hingað til lands á helstu stórmót, svo skiptir þúsundum. Kostnaði af
ferðum mínum var náð með námskeiðagjöldum, en mikinn akstur
58