Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 51
síðastliðnu sumri, kemur skýrt fram, að þessar mælingar eru mjög
árangursríkar. Lítið vafamál er raunar, að þegar hefur náðst umtalsverður
árangur í ræktuninni á grunni þeirra í Vestur-Húnavatnssýslu. Astæða er til
að benda á, að staðfestingu þessa má einnig glöggt sjá í áratuga starfi
fjárbúsins á Hesti. Einnig virðist mér greinilegt, að bændur í Sf.
Kirkjubólshrepps, sem hafa haft slíkar upplýsingar um árabil í skipulegum
afkvæmarannsóknum, hafa náð miklum árangri.
Umfang afkvæmarannsókna var heldur meira en haustið 1992,
sérstaklega í Strandasýslu, þar sem það var inest fyrir áður. Þar fór nú fram
sérstakur samanburður á hrútum úr Arneshreppi og í félögunum í
Steingrímsfirði og Kollafirði. Vann ég nokkra daga við mælingar og mat á
föllum í sláturhúsinu á Hólmavík, en einnig annaðist ég slíkar mælingar á
Hvammstanga og á Höfn í Homafirði. A öðrum stöðum önnuðust
viðkomandi héraðsráðunautar rannsóknimar eða Stefán Sch. Thorsteinsson.
I Saudfjárrœktarnefnd hef ég gegnt formennsku, en aðrir nefndarmenn
eru: Bjöm Birkisson, Birkihlíó, Hjalti Gestsson, Selfossi, Lárus Sigurðs-
son, Gilsá, og Ólafur G. Vagnsson, Hlébergi. Nefndin hélt tvo fundi á árinu
og samþykkti þá m.a. breytingar á framkvæmd afkvæmasýninga, sem að
framan er getió.
I desember störfuðu tvær sauðfjársæðingarstöðvar, önnur í Borgamesi,
en hin í Laugardælum. Starfsemi þeirra mun hafa gengið vel og verið
nokkur aukning í notkun frá fyrra ári, en endalegt uppgjör mun birtast í
Sauðfjárrœktinni. A árinu kom meira af nýjum hrútum til notkunar á
stöðvunum en verið hefur um árabil. I því sambandi er ánægjulegast, að nú
hefur fengist leyfi til að taka fullorðna hrúta frá fjárræktarbúinu á Hesti til
notkunar á stöðvunum.
Fagráð í sauðfjárrækt. Þar var ég fulltrúi félagsins ásamt Ólafi R.
Dýrmundssyni. Þau verkefni, sem tengjast því og ég hef haft afskipti af,
hafa þegar verió nefnd svo sem vinna að Fjárvís og verkefni Ólafar
Einarsdóttur við Búvísindadeildina. Þar vann Lárus Birgisson einnig
verkefni um forystufé á Islandi, sem ég veitti honum leiðsögn með. Þama
er um sérstæðan og áhugaverðan þátt í íslenskri fjárrækt að ræða. Að
síðustu er rétt að minnast þess, að í júlí tók Halldór Blöndal, landbúnaóar-
ráðherra, fyrstu skóflustungu að nýjum tilraunafjárhúsum á Hesti. Er
vonandi, að sú starfsemi, sem þar fer fram á komandi árum, geti orðið
íslenskri sauófjárrækt lyftistöng.
Ritstörf fundir, ferðalög o.s.frv.
Tíundi árgangur Nautgriparœktarinnar kom út í apríl. Var hún nú stærri
en nokkru sinni eða 282 síður. I þessu riti er að finna handhægt og
aðgengilegt yfirlit um framkvæmd ræktunarstarfsins á árinu 1992 ásamt
skýrslum þar um.
45