Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 71
vegna afkvæmasýninga. Þama er um að ræóa um 1300 dóma, sem eru
ómissandi hluti af gagnasafninu vegna heildarsamanburðar á milli
einstakra hrossa og dómsára. Á haustfundi Hrossaræktamefndar nú
skömmu fyrir jól voru síðan samþykktar nýjar reglur um afkvæmasýningar
á hryssum, þar sem kynbótamatið er lagt til grundvallar við verðlauna-
veitingar. Verða þær reglur teknar í notkun á sýningarárinu 1994.
Ymsir funclir og nefndarstörf önnur en í Hrossarœktarnefnd Búnaðar-
félags Islands og í Fagráði í hrossarœkt. Ráðunautafundur BI og Rala var
haldinn í Bændahöllinni dagana 9. til 12. febrúar.
Dagana 11. til 13. ágúst var haldinn fyrsti alþjóðlegi fræðafundurinn um
hrossarækt hér á landi. Fundinn héldu Búnaðarfélag íslands og Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins í samstarfi við hrossadeild Búfjárræktarsambands
Evrópu (EAAP). Fundurinn, sem fór fram í Bændahöllinni í Reykjavík, var
haldinn undir heitinu Horse Breeding and Production in Cold Climatic
Regions, enda voru teknir til sérstakrar umfjöllunar þættir, er lutu að
kynbótum og meðferð hrossa á norðlægum slóðum. Eg var í undirbúnings-
nefnd fundarins ásamt Olafi R. Dýrmundssyni og Ólafi Guðmundssyni á
Rala, og var Olafur R. Dýrmundsson ritari undirbúningsnefndar og
ráðstefnustjóri.
Fyrirlesarar og þátttakendur á ráðstefnunni voru frá Bandaríkjunum,
Kanada, Italíu, Frakklandi, Þýskalandi, Finnlandi, Danmörku, Noregi,
Svíþjóð og Islandi, alls um 60 manns, og var u.þ.b. helmingur erlendis frá,
og fór ráðstefnan fram á ensku.
Fræðilegum hluta ráðstefnunnar var skipt í femt. Fyrst var fjallað um
erfðir og kynbætur, síðan um kynbætur og frjósemi, þá um fóðrun, beit og
atferli og loks um meðferð og heilsufar hrossa. Fjallað var um hvert efni
fyrir sig á sérstökunr fundum miðvikudaginn II. og fimmtudaginn 12.
ágúst, en föstudagurinn 13. ágúst var helgaður kynningu á íslenska
hestinum, og var þá m.a. farið í ferðalag um Suðurland. Ég samdi og flutti
annað af tveimur aðalerindum fundarins urn kynbætur og frjósemi, og var
það yfirlitserindi um hrossarækt hér á landi. Mikil vinna var lögð í alla
þætti, er lutu að undirbúningi og framkvæmd þessa fræðafundar, sem þótti
heppnast vel.
Eg sit í stjóm Hrossaræktarbúsins á Hólum í Hjaltadal, skipaður af
stjóm Búnaðarfélags Islands. Stjórnin var aldrei boðuð til fundar á árinu,
en við Jón Bjamason, skólastjóri, formaður stjómar, ræddumst fáeinum
sinnum við á árinu um mál viðkomandi búinu. Ég starfaði að ýmsum
verkum fyrir Stóðhestastöð ríkisins á árinu: við dóma, eins og gefur að
skilja, við mælingar og að útgáfu sýningarskrár fyrir vorsýningu. Þrátt fyrir
að ég sæti ekki stjómarfundi stöðvarinnar, fylgdist ég grannt með
framgangi mála þar bæði í gegnum störf mín í Hrossaræktamefnd og í
Fagráði í hrossarækt.
65