Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 198
Sérstaklega verði skoðað, hvort eðlilegt tillit hafi verið tekið til þeirra
breytinga, sem oróið hafa á sviói landbúnaóar á síðari árum.
Jafnframt verði athugað, hvort skattmat á búfé sé í samræmi við breyttar
aðstæður og verðlagningu á búfjárafurðum til framleiðenda.
Þingið bendir á, að eðlilegt sé að fela hagfræðiráóunaut Búnaóarfélags-
ins að vinna þessa athugun.
Mál nr. 39
Tillava til þinesályktunar um útflutninf>ssjóð búvara, 436. mál 117. löt>-
gjafarþings 1993-1994.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 21 sam-
hljóóa atkvæói:
Búnaðarþing mælir meó samþykkt tillögu til þingsályktunar um útflutn-
ingssjóð búvara, 436. mál 117. löggjafarþings 1993-1994.
Mál nr. 40
Erindi Jóns Gíslasonar um bœtur vegna niöurskurðar gegn riðuveiki.
Málið afgreitt meó eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 21 sam-
hljóóa atkvæði:
Búnaðarþingi er kunnugt, að fullmikils misræmis hefur gætt í uppgjöri á
tjóni vegna rióunióurskurðar. Það væntir þess, að tilkoma reglugerðarinnar
jafni aðstööu manna, hvaó þetta varóar.
Búnaóarþing telur réttmætt, aó afurðatjónsbætur vegna riðuniðurskuróar
skv. 13. gr. reglugeróar nr. 399, 1. okt. 1993, miðist við það hlutfall
greiðslumarks, sem heimilt er að framleiða hverju sinni (nú 105%). Er því
skorað á landbúnaðarráðuneytiö að breyta reglugerðinni í þá veru, aftur-
virkt til 1. október 1993.
Jafnframt er geró krafa um, að á fyrsta/fyrra fjárleysisári skuli greiðslu-
hlutfall vera 95%, ef niðurskurður fer fram frá hausti og þar til sauðfé er
sleppt í sumarhaga, að frádregnu því verði, sem kann að fást fyrir heyfeng.
Mál nr. 41
Erindi Jóns Gíslasoruir um afnám niöurgreiðslna á sumarklippta ull.
Málinu var vísaó til búfjárræktamefndar, sem taldi það að nokkru á mis-
skilningi byggt og afgreiddi það ekki. Skýrði formaóur nefndarinnar þing-
inu frá því á 17. fundi þess, hvemig í málinu liggur.
192