Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 215
7. grein.
I hverju búnaðarfélagi skal, eigi síðar en 1. október 1994, kjósa fulltrúa á
fulltrúafund búnaðarsambands, sbr. 8. grein. Tala fulltrúa fyrir hvert bún-
aðarfélag fer eftir fjölda félagsmanna þess, þannig að í búnaðarsam-
böndum, sem kjósa þrjá þingfulltrúa eða færri, skulu félög með 30 félaga
eða færri kjósa tvo fulltrúa, félög með 31-60 félaga kjósa þrjá, félög með
61-90 lélaga kjósa fjóra og fjölmennari félög kjósa fimm. I búnaðar-
samböndum, sem kjósa fjóra þingfulltrúa eða fleiri, skulu félög með 30
félaga eða færri kjósa einn fulltrúa, félög með 31-60 félaga kjósa tvo, félög
með 61-90 félaga kjósa þrjá og fjölmennari félög kjósa fjóra. Búgreina-
félög, sem aðild eiga að búnaðarsambandi, skulu ennfremur og eigi síðar en
1. október 1994 kjósa hvert um sig einn fulltrúa á fulltrúafund búnaðar-
sambands.
Fulltrúar skulu kosnir á almennum félagsfundi í búnaðarféíagi. Bændur
og aðrir þeir, sem kosningarétt hafa í félaginu, skulu boðaðir á fundinn með
minnst þriggja daga fyrirvara á tryggilegan hátt, hvort heldur er með bréfi,
símskeyti eða beinu símtali við þá, sem kosningarétt hafa.
8. grein.
Kosningar til fyrsta þings hinna nýju samtaka skulu fara þannig fram hjá
búnaðarsamböndum:
1. Boða skal til fulltrúafundar hjá hverju búnaðarsambandi með minnst
tveggja vikna fyrirvara á tryggilegan hátt, hvort heldur er með bréfi.
símskeyti eða beinu símtali við hina kjörnu fulltrúa.
2. Berist stjórn búnaðarsambands fleiri en einn kjörlisti fyrir fulltrúafund,
með fleiri mönnum en kjósa skal, skal fara fram almenn kosning á
þingfulltrúum meðal bænda og annarra þeirra, sem kosningarétt hafa.
3. Berist einn kjörlisti fyrir fulltrúafund og nýti fulltrúar sér rétt til að bera
fram kjörlista á fundinum, þannig að fram eru komnir fleiri en einn
kjörlisti, með fleiri mönnum en kjósa skal, fer fram almenn kosning á
þingfulltrúum meðal bænda og annarra þeirra, sem kosningarétt liafa.
4. Berist einn kjörlisti fyrir fulltrúafund og nýti fulltrúar sér ekki rétt til að
bera fram kjörlista á fundinum, skoðast þeir, sem á listanum eru, rétt
kj ömir þingf ul ltrúar.
5. Berist ekki kjörlisti fyrir fulltrúafund, getur 1/3 fulltrúa, sem fundinn
sækir, krafist þess að fram fari almenn óhlutbundin kosning á þing-
fulltrúum meðal bænda og annarra þeirra, sem kosningarétt hafa.
Að öðrum kosti skulu þingfulltrúar kosnir á fundinum. Ef 1/3 fulltrúa,
sem fundinn sækir, krel'st þess, skal sú kosning vera hlutbundin, en ella
óhlutbundin.
209