Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 213
2. grein.
I samræmi við 1. grein verði rekstur Búnaðarfélags Islands og Stéttar-
sambands bænda sameinaður frá og með 1. janúar 1995. Starfsmenn livoru
tveggja samtakanna verði sjálfkrafa starfsmenn hinna nýju heildarsamtaka
frá þeim tíma.
Frá og með þeim tíma verði fjárreiður og bókhald hinna nýju heildar-
samtaka sameiginlegt, þó þannig að leiðbeiningarþjónusta og önnur starf-
semi, sem greitt er fyrir að hluta eða öllu leyti af opinberu fé, verði skýrt
afmörkuð í bókhaldi og með sérgreindan fjárhag.
3. grein.
Stjórnir Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda skulu, hvor
um sig, tilnefna þrjá menn í samstarfsnefnd. Skal nefndin taka til starfa eigi
síðar en I. október 1994 og annast undirbúning að sameiningu Búnaðar-
félagsins og Stéttarsambandsins í ein heildarsamtök.
Frá og með 1. janúar 1995 og þar til fyrsta stjórn samtakanna hel'ur verið
kjörin fari stjórnir Búnaðarfélagsins og Stéttarsambandsins í sameiningu og
samstarfsnefnd, eftir nánari ákvörðun stjórnanna, með stjórn hinna nýju
heildarsamtaka.
Samstarfsnefnd skiptir sjálf með sér störfum.
4. grein.
Fyrsta þing hinna nýju heildarsamtaka, Búnaðarþing, skal halda í mars-
mánuði 1995. Skal þingið setja samtökunum samþykktir, en drög að þeim
fylgja samkomulagi þessu. Þá skal þingið afgreiða reikninga Búnaðarfélags
Islands og Stéttarsambands bænda fyrir árið 1994, samþykkja fjárhags-
áætlun fyrir árið 1995 fyrir hin nýju heildarsamtök og kjósa fyrstu sljórn
þeirra. Um skipun þingsins, kosningar til þess og þingsköp vísast lil II. og
III. kalla hér á eftir.
II.
5. grein.
Kosningarétt og kjörgengi innan hinna nýju heildarsamlaka hafa bændur,
bústjórar og aðrir búvöruframleiðendur og þjónustuaðilar, sem stunda
búrekslur á lögbýli í atvinnuskyni enda séu þeir félagar í búnaðar-
félagi/búnaðarsambandi eða búgreinafélagi/búgreinasambandi og hafi greitt
tilskilin sjóða- og félagsgjöld. Með búrekstri er átt við hvers konar
búfjárrækl, jarðrækt, skógrækl, garðrækl og ylrækt, sem stunduð er til
tekjuöflunar, svo og ræktun og veiði vatnafiska, nýtingu hlunninda og
þjónustu á lögbýlum, er nýtir gæði jarðar eða aðra framleiðslu landbúnaðar.
Enginn gelur þó átt kosningarélt í fleiri en einu búnaðarfélagi.
207