Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 243
kalsíum-klóríð-blöndu og litlu síðar urmul af pestarbakteríum en allt kom
fyrir ekki. Gátan er því enn óleyst.
Yfirleitt er bráðapest talin banvænn sjúkdómur. Við krufningu á heil-
brigðum kindum koma þó stöku sinnum fyrir greinileg merki eða ör eftir
sár í vinstrinni sem sennilegt er talið að eigi rót sína að rekja til gamalla
bráðapestarsára.
Þar sem bráðapest leggst fyrst og fremst á yngra féð í hjörðinni, hefur
því verið haldið fram að öðru hverju konti fyrir dulin væg sýking af bráða-
pest, sem leiði lil þols gegn bráðapestarsýklum eða eiturefnum þeirra. Á
þennan hátt myndi kindin smám santan ónærni, og því hafi eldra féð í
hjörðinni nteira mótstöðuafl gegn bráðapest heldur en yngra féð eins og
dæmin sanna og raunar hefur verið sýnt fram á með tilraunum.
Þar sent bráðapest er nú orðin sjaldgæf hér á landi vegna þess hve fé er
víða og rækilega bólusett og sennilega einnig að nokkru vegna breyttra bú-
skaparhátta hafa sumir sauðfjáreigendur aldrei séð kindur veikar af bráða-
pest.
Því skal sjúkdómnum lýst í stuttu máli og þeim sjúklegu breytingum
sem honum fylgja alla jafnan.
Bráðapest drepur nær eingöngu ungt fé, sjaldan fé eldra en þriggja vetra.
Kindin sem virðist fullfrísk, verður snögglega fárveik án þess að nokkur
aðdragandi sé að.
Kindin hætlir að éta, virðist hafa sárar þrautir, stynur, stendur grafkyrr
þótt gengið sé til hennar, leggst og stendur upp á víxl. Síðan hímir hún í
keng, gnístir tönnum og þembist upp. Brátt fer hún að riða til, fellur um
koll og getur ekki staðið upp aftur. Oft fellur blóðlituð froða úr munni.
Smám saman dregur af kindinni og hún drepst venjulega eftir fáeinar
klukkustundir. Þó kemur fyrir að veikindastríðið getur tekið 1-2 sólar-
hringa, og þeir sem kunnugir voru pestinni á árum áður héldu því fram að
einstaka sjúklingar hjörnuðu við og næðu bata.
Þegar pestarveik kind er skorin af og krufin strax er venjulega litla eða
enga pestarlykt að finna af skrokknum, en þessi sérkennilega lykt kemur
strax fram ef hræið er lálið liggja óhreyft.
Þegar pestarkind er krufin nýdauð má oft sjá rauðleitan blett utan á
vinstrinni og stundum dálítið blóðvatnssafn í kviðarholinu.
Innihald í vinstrinni er oftast lítið og blóðblandað. Sjálf vinstrin er bólg-
in og vinstrarblöðin þrútin. Mest áberandi eru þó blóðhlaupin sár í vinstrar-
slímhúðinni, eitt eða fleiri, geta stundum verið allt að 10 cm í þvermál. Af
þessum dökkrauðu slímhúðarsárum mun dregið nafnið vinstrardrep. Stund-
um nær bólgan allt að neðra opi vinstrarinnar, jafnvel niður í gallgörnina.
A öðrum líffærum er yfirleitt lítið sjúklegt að sjá, ef kindin er nýdauð.
Hræ af pestarkindum rotna fljótt, blása upp, ullin losnar og skinnið fær
bláleitan blæ. Oft vellur blóðlitaður vökvi fram úr vitunum.
237