Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 121
sýninga- og dómaskrám. Fyrir kynbótasýningamar á árinu 1994 hafa tölvu-
samskiptin verið gerð öruggari, hraóvirkari og mun ódýrari. Þetta gerist
með tilkomu X.25 línu inn á gagnanet Pósts og síma og endurbætt forrit til
skráningar dóma, sem ég samdi í nóvember.
Forðagœsla. Guðlaug Eyþórsdóttir, yfirtölvari, vann áfram að smíði
foirita fyrir skráningu og útprentun á forðagæslunni.
Hagjræðibókhald. Nokkur ár eru síðan vinna hófst við bændabókhaldið
Búbót, og má segja, að á árinu hafi þeim áfanga verið náð, að fullnaðarútgáfa
hafi séð dagsins Ijós. Samningur sá, sem B.í. gerði við Hugmót hf., vru' því
uppfylltur. Samstaifsnefnd um þróunarverkefni, sem ég vék að fyrr (sjá
Hugbúnaðargerð - Sauðfjárrækt), fjallaði um áframhaldandi þróunai"vinnu í
bókhaldsmálum bænda og hagfræði á fundum sínum á árunurn 1992 og
1993, þar sem áhersla var lögð á smíði hugbúnaðar fyrir áætlunargeró og
samanburð á bókhaldsniðurstöðum. Skiptar skoðanir voru í nefndinni,
hvemig framhaldi þessarar vinnu væri best hagað, og fékkst engin niðurstaða
í því máli fyrr en í haust m.a. vegna veikinda Ketils Hannessonar. Ingólfur
Helgi Tryggvason hjá Hugmót h.f., sem unnið hefur gott starf í Búbótar-
verkefninu undanfarin ár, hverfur frá þessu verki með útkomu útgáfu 3.0 af
Búbót. Valdimar Tryggvason, kerfisfræðingur, og Þráinn Vigfússon,
tölvunarfræðingur, hófu vinnu undir lok ársins við smíði áætlunargerðar- og
samanburðaifonitsins. Valdimar er okkur hjá B.í. að góðu kunnur, en hann
var einn af þremur nemendum frá Tölvuháskóla VÍ, sem unnu Hina íslensku
jarðabók sem lokaverkefni sitt frá skólanum vorið 1992. Eftir það starfaði
hann við áframhaldandi þróun hennar í tölvudeildinni út árið (sjá starfs-
skýrslu 1992). Þráinn kemur nýr til starfa að loknu framhaldsnámi erlendis.
Þeir báðir eru ráðnir að þessum verkefnum til maí 1994, og tekur þá
Valdimar til starfa í tölvudeildinni við almenna foiTÍtun og tölvuþjónustu.
Með þeim ákvörðunum, sem teknar hafa verið viðvíkjandi þróunarvinnu
við Búbót og hagfræðiverkefnin, hefur forritunin verið færð til B.Í., sem
verður þá betur í stakk búin til að smíóa alhliða hugbúnað fyrir bændur,
búnaðarsambönd og landsráðunauta sem og að vera þeim til aðstoðar við
ýmiss konar tölvuvinnu.
Nautgriparœkt. FoiTÍtun hins nýja tölvukerfis fyrir nautgriparæktina lauk
að mestu á árinu, en eins og áður, sá Rafn Guðmundsson, forritari, urn þá
vinnu undir verkstjóm Jóns Viðars, ráðunautar.
Áburðarforrit. Mikil vinna liggur aö baki vandaðrar áburðaráætlunar, enda
gegnir hún lykilhlutverki við bústjómun. Það yrði mikil búbót fyrir bændur
að hafa sér til aðstoðar við þessa vinnu öflugt og þjált forrit. Undanfaiin ár
hafa ráðunautar búnaóarsambanda notast við forrit frá Búnaðarfélagi íslands,
sem samið var árið 1986 til áburðaráætlunargerðar fyrir bændur, en a.m.k.
eitt búnaðarsamband notar töflulíkan í Multiplan, samið af Þórami Leifssyni
115