Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 218
6. Jarðræktarnefnd.
7. Umhverfisnefnd.
8. Verðlags- og kjaranefnd.
Heimilt er að kjósa aðrar nefndir til að kanna einstök mál eða
málaflokka.
I liverri nefnd skulu sitja 3-5 þingfulltrúar. Enginn þeirra má eiga sæti í
fleiri en einni nefnd. Formaður samstarfsnefndar er undanþeginn setu í
starfsnefndum.
15. grein.
ÖII mál, sem send eru þinginu til meðferðar, skulu komin í hendur
formanni samstarfsnefndar að minnsta kosti fjórtán dögum fyrir þing-
setningu. Þó getur þingið samþykkt að laka fyrir mál, er síðar koma fram.
í þingbyrjun skal leggja fyrir þingið drög að nýjum samþykktum fyrir
hin nýju samtök ásamt drögum að þingsköpum fyrir Búnaðarþing. Jafn-
framt skal leggja fram í þingbyrjun skýrslur starfsmanna, svo og árs-
reikninga Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda fyrir árið 1994.
A sama hátt skulu í þingbyrjun lögð fram þau mál, sem þinginu hafa borist.
Þá skal samstarfsnefnd kanna, áður en þingið hefst, hvaða mál liggja fyrir
Alþingi, er landbúnaðinn og bændastéttina varðar, og hlutast til um, að þau
verði öll lögð fyrir þingið í þingbyrjun.
16. grein.
Nefnd lætur uppi álit sitt, og skal fjölrita það og útbýta þvf meðal þing-
fulltrúa, áður en málið er tekið lil umræðu á þinginu. Nefndarálit skal
undirritað af nefndarmönnum og tilgreint, hver sé framsögumaður.
Samstarfsnefnd getur falið einstökum starfsmönnum hinna nýju samtaka
að aðstoða einstakar nefndir við störf þeirra.
17. grein.
Forseti stýrir umræðum á þinginu og kosningum þeim, er þar lara fram.
Skal hann færa mælendaskrá og gefa þingfulltrúum og þeim öðrum, er
málfrelsi hafa, færi á að taka til máls í þeirri röð, sem þeir beiðast þess. Þó
má hann víkja frá þeirri reglu, er sérstaklega stendur á. Nú vill forseti taka
þátt í umræðum, frekar en forsetastaða hans krefur, víkur hann þá úr
forsetastóli, en varaforseti tekur við fundarstjórn á meðan.
18. grein.
í byrjun hvers þingfundar skal útbýta dagskrá fundarins. Forseti getur
tekið mál út af dagskrá og tekið ný mál á dagskrá, er sérstaklega stendur á.
212