Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 191
dæmis: „Telur þú, aö sameina eigi Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband
bænda samkvæmt þeim hugmyndum, sem kynntar hafa verið?“
Stefnt er að því, að skoðanakönnun fari fram samhliða sveitarstjómar-
kosningum í vor. Búnaðarsamböndin annast um framkvæmd, hvert á sínu
svæði, en heildaratkvæðamagn segir til um niðurstöðu. Aó fenginni þeirri
niðurstöðu gengur nefndin frá tillögum sínum til stjóma félaganna, sem
taka ákvörðun um, hvort þær veróa lagóar fyrir aðalfund Stéltarsambands
bænda í sumar og hugsanlega auka-Búnaðarþing, sem þá yrði haldið um
líkt leyti og aðalfundur Stéttarsambands bænda.
Staðfesti þeir fundir sameiningu, yrði sett upp bráðabirgðastjóm, sem
yrði skipuð 3-4 fulltrúum frá hvomm aðila. Þessi stjóm annast framkvæmd
mála og endanlegan undirbúning fyrir fyrsta aðalfund nýrra sameinaðra
samtaka á næsta ári.
Eðlilegt er, að kosningum til liúnaóarþings verði frestað, þar til niður-
staða liggur fyrir. Kosning myndi eðlilega falla niður, ef þá yrði búið að
samþykkja sameiningu.
Kosning fulltrúa á fyrsta aðalfund sameinaöra samtaka gæti farið fram,
þegar niðurstaða liggur fyrir, og verði lokið í síóasta lagi fyrir 15. desember
næst komandi.
Lokaorð.
Nefndin telur, að tilgangurinn meó sameiningu sé tvíþættur:
Annars vegar er peningalegur spamaður, en mat á honum stendur nú yfir.
Hins vegar ætti sameiningin að tryggja betur einingu innan stéttarinnar og
gera auðveldara að móta sameiginlega stefnu, sem allir bændur geta staðið
að. Það gjörbreytta umhverfi, sem nú blasir við á nær öllum sviðum
viðskipta með landbúnaðarafurðir, meðal annars með tilkomu EES- og
GATT-samninga, hljóta að kalla á sterk viðbrögð framleiðenda búvara og
samstöðu þeirra, ef ekki á illa að fara.
Sameining þessara samtaka er þýðingarmikið skrel' í þá átt að tryggja
þessa samstöðu.
Jón Helgason
(sign.)
Hermann Sigurjónsson
(sign.)
Haukur Halldórsson
(sign.)
Gunnar Sæmundsson
(sign.)
Þórólfur Sveinsson
(sign.)
Guðmundur Stefánsson
(sign.)
185