Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 60
Hrossarækt
Þorkell Bjarnason
Hrossarœktarsambönd eru 8 í landinu og
starfa í sama anda ár frá ári, vió rekstur eigin
stóóhesta og leiguhesta, sem þau útvega
skjólstæðingum sínum, þegar stofninn dugar
ekki til að fullnægja eftirspum, þar sem færri
eða fleiri (frá 5-40 manns) eiga saman einn
eða fleiri stóðhesta. Gengur þaó
fyrirkomulag vel, að séð verður. Hef ég
aðeins verið fenginn á fund hjá slíkum
samtökum með erindi og viðræður.
Skýrsluhald hjá Búnaðarfélaginu fær
aukna útbreiðslu, og með árlegri grunnskrán-
ingu ræktenda í Feng, kemur fram folaldafjöldinn á árinu, sem greiðslur til
hrossaræktarsambandsins skv. búfjárræktarlögum byggjast á.
Hrossaræktarsamböndin eru ágætlega stæð með þennan tekjustofn, sem
þau nota til stóðhestakaupa. Þau reyna að sameinast um bestu hestana til að
létta kaupin og auka nýtingu þeirra. A árinu var aðeins einn stóðhestur
keyptur, sameiginlega af Hrs. A.-Skaftafellssýslu og Hrs. Suðurlands. Er
það Kópur f. "87 frá Mykjunesi, Rang., faóir Flosi 966 frá Brunnum, A,-
Skaft., móðir Katla frá Gerðum, ótamin, undan Ogeigi 882 frá Flugumýri.
Nokkrir stóðhestar sambandanna voru afsettir á árinu. Sunnlendingar
seldu Eðal frá Hólum og Kára frá Grund til Danmerkur og Amor frá
Keldudal til Italíu, en hann fótbrotnaði þar og var felldur.
Samböndin á Vesturlandi, Húnavatnssýslum og Skagafirði neyddust til
að selja unga stóðhesta, sem þau áttu saman, vegna notkunarleysis. Það eru
stóðhestamir Goði frá Sauðárkróki og Þengill frá Hólum, báðir með efstu
stóðhestum landsins, hvað kynbótaeinkunn varðar. Þeir seldust á furðu
góðu verói, kalla ég, miðað við slæmar niðurstöður dýralækna á heilbrigði
fóta þeirra. En í öllu úrvalinu, sem nú býðst, virðist ekki aðstæða til að
tefja fyrir ræktunarárangri með framlengingu á notkun slíkra gripa.
Mörg sambönd áttu hluta í Hlyn frá Hvanneyri og seldu í A.-Húna-
vatnssýslu. Það voru ekki óhyggileg kaup fyrir einn bónda að fá þann hest í
stóð sitt, harðskeytt og villt.
54