Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 37
Nokkuð var um erindaflutning og fræðslufundi á árinu. Á Ráðunauta-
fundi hélt ég erindi um lífrænar varnir og um sama efni á eiturefna-
námskeiði 30.3. Á fræðslufundi með garðyrkjubændum á Garðyrkju-
skólanum 26.3. gaf ég yfirlit yfir hollenskar umsagnir um val rótarbeðs-
efna. Þá ræddi ég um afbrigðaval í tómötum, gúrkum og papriku á
fræðslufundi með garóyrkjubændum í uppsveitum Ámessýslu 20.10. og
degi síðar með garðyrkjubændum í Borgarfirði.
Nokkrir fundir voru haldnir í vinnuhópi þeim, sem ég á sæti í varðandi
ræktun í vikri, og mun hópurinn væntanlega halda áfram störfum 1994.
Rétt eins og á síðustu árum tók ég virkan þátt í starfi NJF og sótti einn
stjómarfund í Skor III til Danmerkur. Dagana 15.2.-18.2 sóttum við
Magnús Ágústsson Nordisk konsulentmöte i Noregi, sem var mjög gagn-
legur fundur, og færi ég Búnaðarfélaginu þakkir fyrir veittan ferðastyrk.
Mikið var um umsagnir til Hollustuverndar ríkisins varðandi útgáfu
eiturleyfisskírteina. Ennfremur var talsvert um ýmsar aðrar umsagnir og
matsgerðir, t.d. voru metnar 6 garðyrkjustöðvar á árinu.
Að lokum vil ég þakka öllum garðyrkjubændum og öðru samstarfsfólki
gott samstarf og samvinnu á árinu.
Kitskrá:
1. Sjö káltegundir fyrir heimilisgarðinn. llatulbúk bcenda 43, 1993, bls. 60-70.
2. Gúrkur - gul aldin. Handbók bændu 43, 1993, bls. 81 -85.
3. lnnflutningur grænmetis frá og meó okt. 1991 til okt. 1992. Handbók btvnda 43, 1993. bls. 86-
90.
4. Áhrif hita á vöxt og þroska paprikuplantna - fyrri hluti. Freyr 89 (1-2), bls. 16-19.
5. Áhrif hita á vöxt og þroska paprikuplantna - scinni hluti. Freyr 89 (3), bls. 84-87.
6. Heimilisgarðræktin: Gulrætur, rauðrófur og hreðkur. Gróandinn 8 (1), bls. 20-21.
7. Hollenskar umsagnir varðandi val rótarbeðsefna. Fjulrit, 8 bls.
8. Afbrigðaval í tómötum 1994: Tilraunanióurstöður og umsagnir um einstök afbrigði. Fjúlrit, 16
bls.
9. Afbrigöaval í gúrkum 1994: Tilraunaniðurstöóur og umsagnir um einstök afbrigði. Fjulrit, 16
bls.
10. Afbrigðaval í papriku 1994: Tilraunaniðurstöður og umsagnir um einstök afbrigói. Fjulrit, 15
bls.
11. íssalat - ýmsir ræktunarþættir. Fjulrit, 19bls.
12. íssalatafbrigöi - umsagnir úr ýmsum tilraunum. Fjulrit, 25 bls.
13. Lífrænar vamir í garðyrkju. Rádunautafundur 1993. bls. 36-49.
31