Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 122
fyrir um áratug. Þessi forrit hafa þjónaö sínum tilgangi með sóma, en hafa þá
galla að vera frekar flókin og óþjál í notkun. Þá vantar í þau möguleika að
geta geymt raunverulega áburðargjöf og sögu áburðargjafar. Það er álit allra,
að löngu sé tímabært að ráðast í gerð nýs forrits.
Stjórn B.I. samþykkti í sumarbyrjun, að ráðist skyldi í smíði nýs
áburðarforrits aó tillögu minni. I sumar á ferðum mínum til búnaðar-
sambanda ræddi ég við þá héraðsráðunauta, sem aðstoðað hafa bændur við
geró áburðaráætlanna, og fékk fram kröfur þeirra um, hvemig þeir vildu
hafa nýtt áburðarforrit. I fyrstu greiningu minni á forritinu hafði ég mér til
faglegrar aðstoðar Ama Snæbjömsson og Ottar Geirsson, jarðræktar-
ráðunauta, og naut haldgóðrar leiðsagnar Jónasar Jónssonar, búnaðarmála-
stjóra og fyrrv. jaróræktarráðunautar. Þegar ég hafði lokið ytri greiningu
minni og var byrjaður á innri greiningu, taldi búnaðarmálastjóri rétt að
staldra við, er við fengum í hendur nýtt áburðarforrit samið af Hirti
Halldórssyni, bónda í Stíflu, en hann fékk styrk frá Framleiðnisjóði vegna
forritsins. Viö hófum viðræður við Hjört meó það að markmiði að ná
samningum um sameiginlega þróun forritsins þannig, að það stæðist
faglegar kröfur fagráðunauta og gæti jafnframt nýst búnaðarsamböndum til
áburðaráætlunargeróar. Vegna þessa var forritið skoðað m.a. af nefndar-
mönnum í samráðnefnd um tölvusamskipti milli B.I. og búnaðarsambanda,
sem í eiga sæti þrír héraðsráðunautar. Það er allt útlit fyrir, að af
samningum við Hjört verði ekki. Hann hefur hins vegar hafið sölu á
áburðarforriti sínu, sem hann nefndir Brúsk og er allrar athygli vert fyrir
bændur, en þarfnast breytinga fyrir búnaðarsamböndin.
Tölvusamskipti við búnaðarsambönd.
Búnaðarsambönd geta tengst tölvukerfi B.I. með fernum hætti:
1. Með upphringingarsambandi við tölvupóstkerfi bændasamtakanna
(Lotus cc:Mail).
2. Með upphringingarsambandi við AS/400 fjölnotendatölvu í gegnum
gagnanet Pósts og síma (3 línur).
3. Með upphringingarsambandi við einkatölvunet B.I.
4. Með Jarðabókarbiðli Hinnar íslensku jarðabókar.
Eg hef unnið að því undanfarin tvö ár að koma öllum búnaðar-
samböndum í samband með þessum hætti og þjálfa starfsfólk þeirra í
notkun tilheyrandi hugbúnaðar. A árinu heimsótti ég búnaóarsamband
Austurlands, A.-Skaftfellinga, A.-Húnavatnssýslu, Snæfellinga, S.-Þingey-
inga, (bæði Ara og Stefán), Skagfirðinga og Borgarfjarðar. Einnig setti ég
upp tölvupóstkerfiö í Kaupfélagi Hrútfirðinga, Kaupfélagi V.-Húnvetninga,
Kaupfélagi Bitrufjarðar og Mjólkursamlagi í Búðardal fyrir Framleiðsluráð
landbúnaóarins. Þá leiðbeindi ég á nokkra daga námskeiði í mars á Bænda-
skólanum á Hólum, en tilgangur þess var einmitt að þjálfa héraðsráðunauta
116