Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 117
vantaði nokkuð upp á, að tækist að ljúka skráningu allra gagna, er liöfðu
borist, sem vissulega er bagalegt. Astæður þessa voru m.a. mikil
skráningarvinna á forðagæsluskýrslum, sem landbúnaðarráðuneytið lagði
mikla áherslu á að gengi hratt vegna framleiðslustjórnunar, og einnig stóð
yfir mikilvægur uppgjörstími skýrsluhalds í hrossaræktinni.
Tafla 1
Grcinar Árið 1991 Árið 1992 Árið 1993 Hlf. Brt.
Sauófjárrækt 1773 26% 1979 23% j 2151 26% 9%
Nautgriparækt 1353 19% 1075 13% 1200 15% 12%
Hrossarækt 1205 17% 2417 28% 2283 28% -6%
Loódýrarækt 1374 20% 1123 13% 1103 14% -2%
Foróagæsla 575 8% 1315 15% 738 9% -44%
Skrifstofa 370 5% 344 4% 336 4% -2%
Annaó 298 4% 243 3% 320 4% 31%
6948 2% 8496 22% 8130 -4%
Uppbygging tölvukerfis félagsins.
Það er sjaldan svo, þegar tölvur eru annars vegar, að hægt sé að segja, að
uppbyggingu tölvukerfis eða smíði hugbúnaóar sé lokið. Uppbygging
tölvukerfisins tekur seint enda, sífellt þaif að endurnýja, treysta veika
hlekki, bæta við og taka tillit til breyttra aðstæðna félagsins og starfsfólks.
Ferill hugbúnaðargerðar er langur frá greiningu til lokaprófunar, og síðan
tekur oftast við langur ferill þróunar og viðhalds.
Tölvukerfi félagsins byggist nú upp á AS/400 fjölnota tölvum annars
vegar og einkatölvuneti hins vegar. Ahersla var lögð á stækkun AS/400
tölvu á árinu, enda hefur hún setið á hakanum, meðan einkatölvunetið var
byggt upp á árunum 1991 og 1992.
AS/400. Búnaðarfélag Islands og Framleiðsluráð landbúnaðarins hafa
rekið AS/400 tölvur sameiginlega, og hefur samstarfió verið gott. Þetta
samstarf gerir báðum aðilum fært með minni stofnkostnaði að búa yfir
öflugum tölvubúnaði og lægri rekstrarkostnaði. A árinu var önnur AS/400
tölva af gerðinni DIO stækkuð í FIO, vinnsluminni tölvunnar aukið úr 12 í
24MB og diskarými aukið úr 1.4 í 3.8 GB (3800MB). Jafnframt var
segulbandsstöð stækkuð, sem styttir tíma við afritunartöku verulega. Þessi
endumýjun, sem eykur vinnslugetu, afkastagetu og hraða til muna, var
orðin mjög brýn, þar sem eldri gerð annaði ekki allri þeirri vinnslu, sem
orðin var, enda allt diskarými uppurið. Fyrir áramót var fjárfest í svo-